is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13465

Titill: 
  • Sýndu mér og ég skil : áhrif myndbandssýnikennslu á leik og félagsleg samskipti barna með einhverfu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Könnuð voru áhrif myndbandssýnikennslu með iPod touch® á félagsleg samskipti fjögurra barna með einhverfu. Einhverfa er röskun á taugaþroska sem birtist meðal annars í skertri færni til félagslegra samskipta. Í myndbandssýnikennslu eru einstaklingi sýnd myndskeið þar sem svokölluð „fyrirmynd“ sýnir tiltekna hegðun sem markmiðið er að kenna. Síðan er einstaklingnum gefin tækifæri til að æfa þá hegðun.
    Þátttakendur í rannsókninni voru þrír drengir og ein stúlka á aldrinum fjögurra til fimm ára sem voru í fjórum leikskólum í Reykjavík. Þátttakendum var sýnt einnar mínútu langt myndband með iPod touch® þar sem tveir leikfélagar í sama leikskóla voru að leik þegar fyrirmyndin kom inn í leikaðstæður og sýndi frumkvæði að þátttöku í leik. Í kjölfarið var þátttakendum beint inn í sömu aðstæður og myndböndin sýndu. Mældar voru fjórar fylgibreytur: töf að frumkvæði til félagslegra samskipta, tími í gagnkvæmum leik ásamt tíðni orða og leikhljóða í fimm mínútna athugunartíma.
    Einstaklingsrannsóknarsnið með margföldum grunnlínum (single-subject-multiple baseline design) milli þátttakenda var notað til að meta áhrif myndbandssýnikennslu á fylgibreyturnar fjórar. Árangur var metinn með sjónrænni greiningu gagna þar sem bornar voru saman mælingar fylgibreyta á grunnlínuskeiði (A), íhlutunarskeiði (B) og við athugun á alhæfingu og viðhaldi færni sex til sjö vikum eftir að íhlutunarskeiði lauk.
    Niðurstöður sýndu að við myndbandssýnikennsluna styttist töf þátttakenda að frumkvæði að félagslegum samskiptum (að meðaltali úr 138 sekúndum í 27 sekúndur), tími þeirra í gagnkvæmum leik við jafnaldra jókst (að meðaltali úr 100 sekúndum í 235 sekúndur), tíðni orða jókst (að meðaltali úr 8 orðum í 49 orð) sem og tíðni leikhljóða (að meðaltali úr 4 leikhljóðum í 15 leikhljóð). Einnig alhæfðist hin aukna færni yfir á leik með nýjum félögum, stærri hóp leikfélaga og yfir á almennar leikskólaaðstæður. Þessi aukna færni var enn til staðar sex til sjö vikum eftir að íhlutun lauk og fjórum vikum eftir mati á alhæfingu yfir á fleiri aðstæður.
    Niðurstöðurnar benda til að myndbandssýnikennsla með iPod touch® sé áhrifarík og tiltölulega einföld leið til að auka félagsleg samskipti barna með einhverfu við jafnaldra sína.

  • Útdráttur er á ensku

    Show me and I'll understand: Effects og video modeling on social interaction og children with autism
    This study investigated the effects of video modeling with iPod touch® on social interactions of four children with autism. Autism is a disorder of neural development characterized by, amongst other things, impaired social interaction. In video modeling a child is shown a video-clip of target behaviour and given the opportunity to practice that behaviour. The participants were three boys and one girl, aged four to five years, and attending public preschools in Reykjavik, the capital of Iceland. The participants were shown a one minute long video-clip on iPod touch where a peer model initiated social interactions with two peers and played with them. Then the participants were guided into the same settings as shown in the video-clips. Four dependent variables were measured: delay in initiating play, time spent in reciprocal play, frequency of words and frequency of playsounds in five minute play sessions.
    Single-subject-multiple baseline designs across participants showed that video modeling reduced the delay of social initiation, increased the duration of reciprocal play as well as frequency of words and playsounds.
    When using video modeling the delay of the participant initiative social interaction shortened (on average from 138 s to 27 s), time spent in reciprocal play increased (on average from 100 s to 235 s), frequency of words increased (on average from 8 to 49 words per five minute play sessions) as well as the frequency of playsounds (on average from 4 to 15 per five minute play sessions). Also, the increased skills generalized to play with other peers, to playing with a larger group of peers and to the typical preschool environment. These increased skills were maintained six to seven weeks after the end of intervention.
    The results indicate that video modeling is an effective and relatively simple way to increase the social interactions of children with autism with their peers.

Samþykkt: 
  • 26.11.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
THG-MA-ritgerd-lokaeintak-25 sept 2012.PDF2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna