is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13550

Titill: 
  • Titill er á ensku Regrets after alcohol consumption following the 2008 financial crisis in Iceland: A prospective cohort study
  • Áfengisneysla í kjölfar efnahagsþrenginganna á Íslandi
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Objectives: Economic recessions have been known to affect a population´s health and well-being in numerous ways. Alcohol consumption patterns may change with economic fluctuations, however, the knowledge base on if and how the 2008 economic recession in Iceland affected alcohol intake is limited. The aim of our study was to investigate whether the economic recession in Iceland was associated with changes in alcohol consumption and regrets after drinking from 2007 (before recession) to 2009 (after onset of recession) and if socioeconomic status, financial difficulties, stress levels and social support affected potential changes.
    Methods: A nationally representative prospective cohort of 3,432 Icelanders answered a health related questionnaire including questions on alcohol consumption and regrets after drinking in 2007 and again in 2009. Alcohol consumption (drinking five drinks or more per one occasion) and regrets after drinking were measured by two items from The Alcohol Use Disorders Identification Test (AUDIT-Scale). Binary logistic regression was used to identify potential change in alcohol consumption and regrets after drinking in 2009, using 2007 as a reference.
    Results: Odds of drinking five drinks or more per one occasion remained similar between the years (overall OR=0.89; CI 0.78-1.02), the only observed subgroup difference was for the employed or otherwise active in the society. Overall regrets after drinking decreased between the years 2007 and 2009 (OR=0.85; CI 0.74-0.97). Regrets after drinking decreased for males (OR=0.82; CI 0.69-0.98), those married/cohabiting (OR=0.85; CI 0.73-0.99), for individuals with a university degree (OR=0.78; CI 0.61-0.99), the employed (OR=0.85; CI 0.73-0.98) and those active in the society (OR=0.85; CI 0.73-0.98). Those reporting high stress levels at both time points or high stress levels only in 2009 had higher risk of having regrets after drinking than those reporting low stress levels in both years (OR=2.89; CI 1.01-8.28 and OR=1.83; CI 1.07-3.12, respectively). Those who reported high social support in 2007 but low support in 2009, had increased regrets after drinking in 2009 compared to those who had high social support in both years (OR=1.52; CI 1.12-2.07 (measured by trust to others) and OR=1.49; CI 1.09-2.02 (measured by access to help from others)).
    Conclusions: In a prospective Icelandic cohort, our findings indicate that regrets after drinking decreased following the economic recession in 2008; specifically for males, those who were married or cohabiting, employed or with a university education. Furthermore, higher stress levels and decreased social support between the two years were associated with increased risk of regrets after drinking. Future studies should focus on addressing the long-term effects of the economic crisis with specific focus on sub-groups such as females, the unemployed and those experiencing increased stress levels or low social support.

  • Inngangur: Efnahagsþrengingar geta haft margvíslegar afleiðingar á heilsu og líðan einstaklinga. Breytingar á efnahagi þjóðfélaga geta þannig haft áhrif á áfengisneyslu en lítið er vitað um hvort eða hvernig efnahagsþrengingarnar á Íslandi árið 2008 hafi áhrif á áfengisneyslu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort efnahagsþrengingarnar á Íslandi árið 2008 hafi haft áhrif á breytingar á áfengisneyslu eða sektarkennd eftir áfengisdrykkju frá árinu 2007 (fyrir þrengingar) til ársins 2009 (í þrengingum) sem og hvort þjóðfélagsleg staða, fjárhagserfiðleikar, streita eða félagslegur stuðningur hefði áhrif þar á.

    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn ferilrannsókn sem náði til 3432 Íslendinga sem svöruðu spurningalista bæði árin 2007 og 2009 um margvíslega heilsutengda þætti, þar með talið áfengisneyslu og sektarkennd eftir áfengisdrykkju. Neysla áfengis (neysla a.m.k. fimm drykkja í einu s.l. 12 mánuði) sem og sektarkenndar eftir drykkju var mæld með spurningum úr AUDIT-kvarðanum (The Alcohol Use Disorders Identification Test). Notuð var lógistísk aðhvarfsgreining með 95% öryggisbili (CI) til að kanna gagnlíkindahlutfall (OR) á mögulegri breytingu á áfengisneyslu eða sektarkennd eftir drykkju frá árinu 2007 til ársins 2009. Árið 2007 var notað sem viðmið fyrir breytingu til ársins 2009.
    Niðurstöður: Mynstur þess að neyta a.m.k. fimm drykkja í einu breyttist lítið frá árinu 2007 til 2009 (OR=0,89; CI 0,78-1,02). Aðeins fannst marktækur munur á meðal þeirra sem voru í vinnu eða að öðru leyti virkir í samfélaginu. Sektarkennd eftir áfengisdrykkju minnkaði marktækt milli áranna (OR=0,82; CI 0,69-0,98), sérstaklega hjá karlmönnum (OR=0,82; CI 0,69-0,98), hjá þeim sem voru giftir eða í sambúð (OR=0,85; CI 0,73-0,99), með háskólagráðu (OR=0,78; CI 0,61-0,99), í vinnu (OR=0,85; CI 0,73-0,98) og hjá þeim sem voru virkir í samfélaginu (OR=0,85; CI 0,73-0,98). Niðurstöðurnar sýndu ennfremur að þeir einstaklingar sem greindu frá því að upplifa mikla streitu bæði árin 2007 og 2009 sem og aukna streitu milli áranna voru í aukinni áhættu á að finna fyrir sektarkennd eftir drykkju samanborið við þá sem greindu frá lítilli streitu bæði árin (OR=2,89; CI 1,01-8,28 og OR=1.83; CI 1,07-3,12). Þeir sem fundu fyrir minnkuðum félagslegum stuðningi (mælt sem traust til annarra) milli áranna 2007 og 2009 voru í aukinni áhættu á því að upplifa sektarkennd eftir drykkju borið saman við þá sem greindu frá miklum félagslegum stuðningi bæði árin (OR=1,52; CI 1,12-2,07). Það sama átti við hjá þeim sem fundu fyrir minnkuðum félagslegum stuðningi milli áranna (mælt sem það að geta auðveldlega leitað hjálpar frá öðrum) samanborið við þá sem greindu frá miklum stuðningi bæði árin (OR=1,49; CI 1,09-2,02).
    Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að sektarkennd eftir áfengisdrykkju hafi minnkað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008, sérstaklega hjá karlmönnum, þeim sem voru giftir eða í sambúð, þeim sem voru með háskólagráðu eða í vinnu. Þar að auki virðast þeir sem greina frá aukinni streitu og minni félagslegum stuðningi milli áranna 2007 og 2009 vera í aukinni áhættu á að upplifa sektarkennd eftir áfengisdrykkju. Niðurstöðurnar kalla á frekari rannsóknir á langtímaáhrifum efnahagskreppunnar á Íslendinga, með sérstakri áherslu á konur, atvinnulausa einstaklinga og þá sem eru með lítinn félagslegan stuðning eða í aukinni áhættu á streitu.

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snidmat_meistaraverkefnis_lydheilsuvisindi_Anna_10.12.2012-3.pdf335.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna