is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13555

Titill: 
  • Upplifun, líðan og lífsgæði kvenna eftir skurðaðgerð við offitu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Offita getur haft alvarleg og langvarandi, neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga, meðal annars hvað varðar félagslega virkni og líkamlega og andlega heilsu. Embætti Landlæknis áætlar að yfir 20% Íslendinga séu of feitir. Offita hefur á undanförnum áratugum verið sívaxandi vandamál meðal vestrænna þjóða og er þróunin sú sama á Íslandi. Til marks um það má nefna að árið 2010 var íslenska þjóðin í níunda sæti á lista Efnahags- og framfararstofnunar Evrópu (OECD) yfir feitustu OECD ríkin.
    Skurðaðgerðir við offitu hafa verið framkvæmdar á Íslandi allt frá árinu 2000. Frá þeim tíma hafa yfir 700 einstaklingar á aldrinum 14 til 75 ára gengist undir slíka aðgerð. Árið 2002 hófst samstarf skurðdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss við endurhæfingastöðina Reykjalund, og árið 2005 við Kristnesspítala, sem miðar að því að undirbúa einstaklinga með alvarlegan offituvanda fyrir skurðaðgerð við offitu.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna upplifun, líðan og lífsgæði kvenna sem farið hafa í skurðaðgerð við offitu. Niðurstöðurnar bentu til þess að lífsgæði þátttakenda höfðu aukist umtalsvert á allan hátt, meðal annars hvað varðar sálræna og líkamlega líðan. Aðgerðin hafði einnig víðtæk áhrif á líf þeirra á ýmsan annan hátt, meðal annars með tilliti til samskipta við maka og félagslegrar virkni. Ekki var hægt að greina breytingu á atvinnuþátttöku. Ánægja var meðal flestra kvennanna varðandi gæði og þjónustu meðferðarinnar við offitu á Reykjalundi og Kristnesi. Konurnar bentu þó á ýmis atriði til úrbóta, meðal annars nauðsyn þess að auka vægi sálfélagslega hluta meðferðarinnar, auka þátttöku fjölskyldu og mikilvægi þess að einstaklingsmiða hana enn frekar.
    Lykilorð
    Skurðaðgerðir við offitu – magahjáveituaðgerðir - offita - lífsgæði – félagsráðgjöf

  • Útdráttur er á ensku

    Obesity can have serious and long-lasting, negative impact on individual´s quality of life, in terms of social functioning and physical and mental health. Directorate of health estimates that over 20% of the Icelandic population is obese. Obesity has in recent decades been a growing health concern across western countries. The same applies to Iceland. In the year 2010 The Organisation for Economic Co-operation and Development (OECD) placed Iceland in the ninth place on OECD´s list for most obese countries.
    Bariatric surgeries have been performed in Iceland since the year 2000. Since then, more than seven hundred individuals aged 14 to 75 years old have undergone such surgery. The University hospital in Iceland has been in collaboration with Reykjalundur rehabilitation center since the year 2000, and Kristnes hospital since the year 2005. The collaboration aims to prepare individuals with severe obesity for bariatric surgery.
    The aim of this study was to examine the experience, health and quality of life of women who have undergone bariatric surgery. Results indicated that the quality of life of the participants had increased significantly in every way, both in terms of psychological and physical health. The effect of the surgery also had a profound impact on their lives in other ways, including in respect to spousal communications and social activity. Employment status did not change to a noticable degree. Most of the women were satisfied regarding treatment quality and service of the obesity treatment at Reykjalundur rehabilitation center and Kristnes hospital. The women pointed out, however, various issues for improvement, including the need to increase the psychological part of the obesity treatment, increase family participation and the importance of individual treatment.
    Key words
    Bariatric surgery – bypass surgery - obesity – quality of life – social work

Samþykkt: 
  • 20.12.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Valdimarsdóttir.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna