is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13591

Titill: 
  • Facebook notkun á vinnutíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna hvort starfsmenn noti Facebook á vinnutíma og ef svo er, þá hversu mikið og hvort sú notkun hafi áhrif á framleiðni og starfsánægju þeirra. Einnig er kannað viðhorf starfsmanna til Facebook notkunar almennt. Rannsóknir sem gerðar voru árið 2010 í Bretlandi og Danmörku sýna að notkun starfmanna á Facebook á vinnutíma er töluverð. Út frá niðurstöðum þeirra rannsókna áætluðu rannsakendur að tapaðar vinnustundir vegna Facebook notkunar starfsmanna á vinnutíma kosti fyrirtæki milljarða.
    Til að kanna Facebook notkun starfsmanna á Íslandi var framkvæmd rannsókn hjá ónefndri ríkisstofnun. Fyrir starfsmennina var lagður spurningalisti sem innihélt 23 spurningar. Við gerð spurningalistans var leitast við að leggja fyrir sambærilegar spurningar og notaðar voru í rannsóknum sem gerðar voru árið 2010 í Danmörku og Bretlandi. Þetta var gert til að hægt væri að fá sem bestan samanburð á þeim rannsóknum og þeirri rannsókn sem skýrsluhöfundur framkvæmdi.
    Spurningalistinn var lagður fyrir um það bil 150 manna úrtak. Stærstur hluti þess úrtaks voru konur og þar af leiðandi voru mun fleiri konur en karlmenn sem svöruðu könnuninni. Svarhlutfall var 69%.
    Niðurstöður rannsóknar benda til þess að næstum helmingur starfsmanna noti Facebook á vinnutíma og um 80% þeirra eru inn á síðunni í allt að 30 mínútur á dag. Lang stærstur hluti starfsmanna telur að notkun Facebook á vinnutíma hafi ekki áhrif á framleiðni þeirra. Nálægt níutíu prósent starfsmanna telja að Facebook notkun hafi lítil sem engin áhrif á starfsánægju þeirra. Samanburðurinn við fyrri rannsóknir sýnir að hlutfall þeirra sem nota Facebook á vinnutíma er hærra í Bretlandi og lægri í Danmörku. Líkt og á Íslandi eru flestir í Danmörku og Bretlandi inn á Facebook í allt að 30 mínútur á dag .
    Í lok ritgerðar er umræða og þar eru lagðar fram tillögur um hvort eða hvernig bregðast skuli við Facebook notkun starfsmanna á vinnutíma.
    Lykilorð: Facebook, Samfélagsmiðlar, Framleiðni, Starfsánægja

Samþykkt: 
  • 7.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-LOK2106..pdf465.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna