is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1359

Titill: 
  • Hvað sögðu blöðin? : pólitísk barátta í íslenskum dagblöðum frá 1979-2005
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áhugavert er að skoða hvort skrif Fréttablaðsins og Morgunblaðsins voru flokkspólitísk eða hvort önnur sjónarmið stjórnuðu ályktunum þeirra á árabilinu 2003 - 2005. Til þess að komast að niðurstöðu eru Fréttablaðið og Morgunblaðið borin saman við íslensk dagblöð hluta þess tíma þegar þau voru í eigu stjórnmálaflokka eða nátengd þeim. Skoðuð eru fréttaskrif, leiðaraskrif, greinaskrif og myndnotkun blaðanna.
    Í skrifum, Þjóðviljanns, Tímans, Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins var talað fyrir stefnum stjórnmálaflokka opinberlega og aðrir flokkar gagnrýndir. Eftir 1996 var aðeins eitt þeirra, Morgunblaðið, enn við líði. Eftir aldamótin 2000 kom fram nýtt dagblað, Fréttablaðið, svo kallað fríblað, sem skömmu síðar varð hluti af nýrri fjölmiðlasamsteypu. Innan tíðar hófust deilur um hver eignarhlutur í fjölmiðlafyrirtækjum mætti vera. Fram kom krafa um fjölmiðlalög sú krafa hafði pólitískar afleiðingar sem birtust í skrifum blaðanna. Bæði blöðin héldu fram málstað annaðhvort með eða á móti fjölmiðlalögum og fylgdu pólitískum línum. Fréttablaðið var sakað um að ganga erinda eiganda sinna og styðja stjórnarandstöðuna á meðan skrif Morgunblaðsins voru sögð fylgja ríkisstjórn landsins að málum. Eftir að forseti Íslands neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin studdi Fréttablaðið þá ákvörðun en Morgunblaðið gagnrýndi hana. Sumarið 2004 var gengið til forsetakosninga í þeim mælti Morgunblaðið gegn forsetanum á meðan Fréttablaðið studdi hann. Haustið 2005 birti Fréttablaðið fréttir um meinta aðkomu ritstjóra Morgunblaðsins, og fleiri, að ákæru á hendur einu af stærstu fyrirtækjum landsins og jafnframt einum af aðaleigendum þeirra fjölmiðlasamsteypu sem Fréttablaðið er hluti af. Stjórnmálaflokkar tóku þátt í deilunum og saman blandaðist pólitík, fjölmiðlalög, forsetakosningar og meint óheiðarleg notkun á fjölmiðlum.
    Í ljós kemur að í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu má greina pólitíska afstöðu með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Margt er líkt með áherslum þeirra og á tímum flokksblaðanna. Ekki er þó hægt að segja ákveðið að þau eða annaðhvort þeirra miði skrif sín við eigendur sína.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað sögðu blöðin - heild.pdf519.95 kBTakmarkaðurBlöðin - heildPDF
sogdublodin_e.pdf59.2 kBOpinnBlöðin - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sogdublodin_u.pdf70.41 kBOpinnBlöðin - útdrátturPDFSkoða/Opna