is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13603

Titill: 
  • Rangar sakargiftir sbr. 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Að bera saklausa menn röngum sökum er refsivert samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í lögfræðiorðabók eru rangar sakargiftir skilgreindar sem „Refsiverður verknaður sem nær til hvers konar aðferða sem viðhafðar eru í því skyni að valda því að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, sbr. 148. gr. hgl.“
    Miklar umræður hafa skapast í þjóðfélaginu þegar upp koma mál er varða við 148. gr. hgl. Hins vegar er ekki mikið til af rituðu efni um rangar sakargiftir og er það efni lítið rannsakað hér á landi.
    Markmiðið með þessari ritgerð er að draga það helsta saman um rangar sakargiftir í 148. gr. hgl. m.a. hver eru skilyrði refsiábygðar fyrir rangar sakargiftir, hvaða verknaðaraðferðir koma til greina og hvernig refsing er ákvörðuð í þessum brotaflokki. Einnig hver réttarstaðan er í nágrannalöndum okkar, hvað er sameiginlegt og hvað ekki.
    Rangar sakargiftir hafa mikil áhrif á þann sem þær beinast gegn og er sú háttsemi litin mjög alvarlegum augum af löggjafanum, en refsimörk sem sett eru í 148. gr. hgl. eru mjög há, það er 10 ára fangelsi og allt frá 2 árum upp í 16 ára fangelsi ef brot hefur í för með sér velferðarmissi. Athugað verður hversu algeng brotin eru og hversu þungar refsingar liggja við þeim.
    Uppbygging ritgerðarinnar er á þá leið að gerð er grein fyrir ákvæðinu í sögulegu samhengi. Hvaða verndarhagsmuni ákvæðið verndar og hvaða skilyrði eru fyrir því að refsiábyrgð stofnast. Lýst verður þeim verknaði sem er refsiverður samkvæmt ákvæðinu og hverjir geta verið þolendur og gerendur rangra sakargifta. Verknaðarlýsing ákvæðisins verður greind og skoðuð tengsl 148. gr. hgl. við önnur ákvæði sömu laga. Gerð er grein fyrir samþykki sem refsileysisástæðu í málum er varða rangar sakargiftir og hvernig þeim málum er háttað í nágrannalöndum okkar. Farið verður yfir ákvörðun refsingar og að lokum verður kafli um tölfræði yfir brot gegn ákvæðinu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg Þorkelsdóttir.pdf768.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna