is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13617

Titill: 
  • Kjölfesta eða dragbítur? : gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu
Útgáfa: 
  • Desember 2011
Útdráttur: 
  • Gagnrýnin hugsun er hátt skrifuð í vestrænu þjóðfélagi, þar með talið í norrænum námskrám þar sem hún er talin mikils virði vegna þess að hún sé nauðsynleg lýðræðisþjóðfélaginu. Kennslubækur eru helsta verkfæri sögukennarans, þ.á m. til að efla gagnrýna hugsun, og í greininni er því haldið fram að raunhæfast sé að ganga út frá þessum veruleika og stefna að því að gera nemendur læsa á námsgögnin, nýta möguleika þeirra til fulls og gera þá sem sjálfstæðasta gagnvart þeim, m.a. með því að afbyggja valdahlutverk þeirra. Gefin eru raunhæf dæmi um aðferðir til þess að semja kennslubækur sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar og kennsluaðferðir til að efla þetta hlutverk. Ekki er þó alltaf hægt að fylgja ítrustu kröfum og óskum í þessu efni og verða nemendur og kennarar að setja traust sitt á útgefið kennsluefni enda er í flestum tilvikum vandað til þess. Mælt er með því að kennarar leiðbeini um notkun námsgagnanna. Versta niðurstaðan er að kennarinn hunsi kennslubókina og skilji nemendur eftir berskjaldaða með takmarkaðan skilning á löghelguðum texta sem þeir munu þó engu að síður taka mest mark á eða setji þá á leiðsagnarlausa beit meðal efnis sem leiðir þá á villigötur.

  • Útdráttur er á ensku

    Critical thinking is highly esteemed in Western societies and is included in official Nordic curricula, where it is deemed a necessary component of a democratic society. Textbooks are teachers’ main tools (including in the teaching of critical thinking) and therefore students should be helped in comprehending
    these published educational materials, making use of their potential while being taught to be as independent of them as possible, i.e. by deconstructing their position of authority. Authentic examples are given of textbook writing for enhancing critical thinking, and teaching methods presented for the same
    purpose. However, critical literacy in textbook writing and reading has its limits, and teachers and students have to put their trust in published materials which, in the Nordic context, are most often trustworthy. The worst handling of the textbook is to ignore it and leave the students to their own devices with limited comprehension of the canonised texts which they will take for granted, or to have them search in the wilderness of information and misinformation without firm guidance.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
005 (1).pdf463.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna