is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13631

Titill: 
  • Viðhorf og upplifun starfsmanna Útibúaþjónustu Íslandsbanka af innleiðingu sýnilegrar stjórnunar
  • Titill er á ensku Attitude and perception of Íslandsbanki's Branch Services while implementing visual management
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um viðhorf og upplifun starfsmanna Útibúaþjónustu Íslandsbanka af innleiðingu sýnilegrar stjórnunar.
    Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er fjallað almennt hugmynda- og aðferðafræði stöðugra umbóta ásamt því að gerð er grein fyrir aðferðum sem undir hana falla, þar á meðal sýnilega stjórnun. Jafnframt er skoðað hvaða þættir veita starfsmönnum ánægju, hvaða áhrif þjálfun og starfsþróun hafa og hvernig starfstengd hvatning eykur ánægju starfsmanna. Þá er rætt um hlutverk leiðtogans við innleiðingu breytinga, saga Íslandsbanka rakin og greint frá hlutverki hans, stefnu og starfsmannastefnu. Að endingu er sagt frá hlutverki Útibúaþjónustu og lýst innleiðingaferli sýnilegrar stjórnunar þar.
    Í rannsóknarhlutanum er farið yfir megindlega spurningakönnun sem höfundur lagði fyrir hjá Útibúaþjónustu bankans en markmiðið var að kanna viðhorf starfsmanna til innleiðingar sýnilegrar stjórnuna og upplifun þeirra af henni.
    Rannsóknarspurningin tók til tveggja atriða, annars vegar viðhorfs og hins vegar upplifunar. Meiri hluta starfsmanna sem svöruðu könnuninni telja innleiðinguna hafa haft mikil eða mjög mikil áhrif á dagleg störf og verkefni hópsins og borið árangur. Meiri hlutinn telur gæði vinnubragða hafa aukist mikið eða mjög mikið og tími sparast við vinnuna. Jafnframt telja margir að innleiðingin hafi haft jákvæð áhrif á hópinn.
    Mikill meirihluti starfsmanna hefur tekist á við aukna ábyrgð með því að vera ábyrgðaraðili á verkefnum á töflufundum, en aðeins lítill hluti þeirra telur sig hafa haft tíma til að ljúka þeim innan gefinna tímamarka.
    Niðurstaðan er því að viðhorf og upplifun starfsmanna Útibúaþjónustu af innleiðingu sýnilegrar stjórnunar sé jákvæð og starfsmenn telji hana skila árangri í daglegum störfum sínum.

Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13631


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna_Björk_Haraldsdóttir.pdf971.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna