is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13648

Titill: 
  • Áhrif ójöfnuðar á afbrotatíðni: Samanburður á auðgunar- og efnahagsbrotum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að draga upp heildstæða mynd af tengslum ójöfnuðar við afbrotatíðni. Leitast var við að bera saman afbrot þeirra tekjuminni við afbrot þeirra tekjuhærri. Í því samhengi var Ísland borið saman við Bandaríkin varðandi afbrotatíðni, atvinnuleysi og menntunarstig einstaklinga. Félagsleg og efnahagsleg staða hefur áhrif á að einstaklingar leiðast út í afbrot. Notast var við siðrofskenningar til þess að leita skýringa á afbrotahegðun einstaklinga. Þær vísa til þess að einstaklingar eru stöðugt að bera saman félagslega stöðu sína við annarra varðandi ríkjandi efnahagsleg markmið í samfélaginu. Þetta á sérstaklega við um vestræn samfélög en þar er lögð áhersla á það markmið að vegna vel fjárhagslega. Það standa hins vegar ekki allir jafnir að vígi varðandi leiðir að þessum markmiðum og því getur skapast siðrofsástand þar sem ólöglegar leiðir eru farnar til þess að ná settum markmiðum. Afbrot þeirra efnameiri eru efnahagsbrot af ýmsu tagi eins og skjalafals en slík brot hafa færst í aukna síðastliðin ár bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Þá er verið að takast á við þessa tegund afbrota í auknum mæli nú til dags. Afbrot þeirra efnaminni hafa verið líklegri til þess að verða skilgreind sem sakhæf og eru að jafnaði refsiverðari. Þetta eru hin ýmsu auðgunarbrot eins og þjófnaður og innbrot.
    Helstu niðurstöður benda til þess að auðgunarbrotum fer fækkandi á milli ára í Bandaríkjunum en þeim hefur farið fjölgandi hérlendis. Þá hefur efnahagsbrotum farið fjölgandi bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi síðastliðin ár. Bandaríkin hafa mælst með hærri stig í ójöfnuði, þar eru hlutfallslega fleiri einstaklingar atvinnulausir og undir fátæktarmörkum. Með auknum jöfnuði í samfélögum verður atvinnuþátttaka og möguleikar til menntunar meiri meðal þeirra sem eru verst settir í þjóðfélagsstiganum. Lífsgæði verða meiri, heilsa betri, félagslegur hreyfanleiki verður meiri og samstaða og traust þegnanna eykst í kjölfarið. Árangursríkasti þátturinn til þess að sporna við afbrotum er aukin menntun og atvinnuþátttaka.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
áhrif ójöfnuðar á afbrot (LOKA).pdf636.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna