is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13649

Titill: 
  • Áhrif íþróttaiðkunar á sjálfsálit unglinga: Er áhrifunum ólíkt farið eftir kyni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir og greining hafa í áratugi stundað rannsóknir á högum og líðan ungmenna undir nafninu ungt fólk. Árið 2006 var könnunin ungt fólk lögð fyrir unglinga í 9. og 10. Bekk í öllum grunnskólum landsins, í þessari rannsókn er unnið með gögn úr þeirri könnun. Gild svör reyndust vera 7430 og svarhlutfall því um 80%. Tilgangurinn með rannsókn þessari er að greina ítarlega frá sambandi íþróttaiðkunar og sjálfsálits hjá unglingum ásamt því hvernig sambandi annarra breyta er háttað við sjálfsálit. Flest hugtök eru mæld með því að búa til samsettar mælingar. Öll gögn voru greint ítarlega og með ólíkum tölfræðilegum aðgerðum. Niðurstöður eru kynntar í formi fylgnifylkis, krosstaflna og aðhvarfsgreiningar. Allar aðgerðir eru einnig sýndar í sitthvoru lagi fyrir stráka og stelpur. Strákar reyndust að meðaltali stunda oftar og meiri íþróttir heldur en stelpur og þeir virðast einnig hafa betra sjálfsálit og líkamsímynd. Í fyrstu var gerð einföld aðhvarfsgreining þar sem sambandið á milli íþróttaiðkunar og sjálfsálits reyndist vera jákvætt og marktækt en frekar veikt. Eftir að stjórnað var fyrir líkamsímynd, BMI, þunglyndi, tengslum við foreldra og kyni þá hvarf samband íþróttaiðkunar og sjálfsálits. Grunur lék á því að breytan líkamsímynd væri að miðla áhrifum íþróttaiðkunar á sjálfsálit og með miðlunar aðhvarfsgreiningu kom í ljós að það reyndist vera rétt. Í stuttu máli eru helstu niðurstöður þessarar rannsóknar þær að ef unglingar stunda íþróttir þá öðlast þeir betra viðhorf til líkama síns, líklega vegna þess að þeir verða stæltari eða grennri, líkamsímynd er mjög stór þáttur í því hvernig sjálfsálit unglingsins er og góð líkamsímynd eykur líkurnar á góðu sjálfsáliti.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif íþróttaiðkunar á sjálfsálit unglinga.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna