is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13651

Titill: 
  • Þróun náms- [og] starfsferils útskrifaðra nemenda úr landbúnaðarháskólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort nemendur sem útskrifast frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, Háskólanum á Hólum mótist út af sömu áhrifaþáttum á lífsleiðinni og hvernig námið hafi nýst þeim þegar komið var út á vinnumarkað. Rannsóknin var unnin út frá Lífsskeiðskenningu (Life – Span theory) Donald E. Super (1955), Starfsþróunarkenningu (Circumscription and Compromise Career Theory) Lindu Gottfredson (2002) og hugsmíðakenningu (Career Construction Theory) Mark Savickas (2005) þar er upp með að starfsþróun einstaklinga mótist alla ævi. Rafrænn spurningalisti var sendur til allra brautskráðra nemenda skólanna á árabilinu 2003-2009 alls 313 nemendur. Niðustöðurnar sýna að flestir nemendur koma af landsbyggðinni og að þeir hafi notið stuðnings heima fyrir í námi sínu í grunnskóla. Einnig er áberandi að foreldrar hafa verið fyrirmyndir þeirra í bernsku og á unglingsárum og einstaklingarnir höfðu fengið tækifæri til að afla sér reynslu eða komist í snertingu við viðfangsefnið. Ein af ánægjulegu niðurstöðum rannsóknarinnar var að fólk átti auðvelt með að fá vinnu eftir útskrift og var að jafnaði ánægt í vinnu og töldu námið nýtast sér vel. Margir höfðu hlotið aukna ábyrgð eða stöðuhækkun innan fyrirtæksins sem þeir störfuðu í og allir sem höfðu hug á að komast í frekara nám höfðu fengið inngöngu í það nám sem þeir helst kusu.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Trhoun_nams_og_starfsferils.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna