is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13655

Titill: 
  • Skólafélagsráðgjöf við áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áhrif og umfang áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga í grunnskólum hérlendis. Meginviðfangsefni hennar er að gera grein fyrir þeim þáttum sem talist geta áhættuþættir eða styrkjandi þættir til varnar því að unglingar leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu á grunnskólaaldri. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Er þörf á félagsráðgjafa innan grunnskóla á sviði áfengis- og vímuefnamála? Að hvaða leyti eru félagsráðgjafar vel til þess fallnir að starfa innan veggja grunnskóla í tilfellum áfengis- og vímuefnaneyslu?
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að þörf fyrir félagsráðgjafa í grunnskólum landsins er til staðar og að þeir séu vel til verksins fallnir vegna menntunar sinnar og hæfni til samstarfs við ýmist foreldra, starfsmenn skóla sem og starfsmenn annarra opinberra stofnana. Börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfa aðhald, reglusemi og náin tengsl við foreldra og opinberar stofnanir svo sem grunnskóla. Félagsráðgjafi í grunnskólum gæti aðstoðað við slík tengsl og verið milligönguliður og talsmaður barna í samskiptum við aðra.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Birna-PDF.pdf566.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna