is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13667

Titill: 
  • Fullveldi í alþjóðasamfélagi: Tilviksskoðun á áhrifum fjölþjóðlegra fyrirtækja á fullveldi Nígeríu, Suður-Kóreu og Kólumbíu
  • Titill er á ensku Sovereignty in a globalized world: A case study on the influence of multinational corporations on the sovereignty of Nigeria, South-Korea and Columbia
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfara alþjóðavæðingu undanfarinna ára hefur hugmyndin um fullveldi þjóðríkja sætt aukinni gagnrýni og athygli fræðimanna beinst að því hvernig alþjóðavæðingin og gerendur alþjóðasamfélagsins geta takmarkað það fullveldi. Ritgerð þessari var ætlað að kanna það viðfangsefni með tilviksskoðun á áhrifum þriggja fjölþjóðlegra fyrirtækja á stjórnvöld og fullveldi þriggja þróunarríkja; fyrirtækið Shell í Nígeríu, Nike í Suður-Kóreu og Chiquita í Kólumbíu. Kenningar raunhyggju og frjálslyndisstefnu voru notaðar til að leggja mat á stöðu þessara ríkja gagnvart hverju fyrirtæki og kenningum viðskiptafræðinnar um samfélagslega ábyrgð og „hvítþvott“ var beitt á atferli fyrirtækjanna. Niðurstöðurnar voru þær að öll fyrirtækin hefðu gerst sek um að brjóta gegn samfélagslegri ábyrgð sinni í þessum ríkjum en þau hefðu reynt að bæta ráð sitt á síðustu árum, þó grunsemdir séu um hvítþvott. Ljóst þykir þó að afskipti þessara fyrirtækja af þróunarríkjum takmarkaði verulega fullveldi þeirra og gefa þau því ágætis dæmi um hvernig áhrif alþjóðavæðingar geta dregið úr fullveldi ríkja.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fullveldi í alþjóðasamfélagi_Barbara Hafdís Þorvalds dóÞorvaldsdóttir.pdf833.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna