is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13673

Titill: 
  • Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum með fatlanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessari er ætlað að varpa ljósi á algengi og alvarleika þess að börn með fatlanir búi við misbrest í uppeldi. Lagt var upp með að skoða tíðni misbrests í uppeldi gegn börnum með fatlanir og leita eftir því hvort þau börn séu líklegri en heilbrigð börn til þess að verða fyrir misbresti í uppeldi og þá af hverju. Einnig var leitast eftir því að skoða úrræði fyrir þennan tiltekna hóp og stefnumótun í íslenskri löggjöf.
    Börn með fatlanir eru í aukinni hættu á því að verða fyrir misbresti í uppeldi. Það virðist hins vegar vera óljóst hvaða tilteknu fatlanir leiða til hvers konar misbrests í uppeldi. Því er merkilegt að finna nánast einungis rannsóknir þar sem börn með ADHD eru tengd við aukna hættu á því að vera beitt líkamlegu ofbeldi og heyrnarlausir tengdir við auknar líkur á því að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en ekkert um aðrar tilteknar fatlanir.
    Miðað við rannsóknir sem skoðaðar voru mátti sjá að nokkuð misjafnt er hvernig fræðimenn skilgreina og flokka ofbeldi, vanrækslu og fötlun. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um misbrest í uppeldi hjá börnum með fatlanir en fjallað er um þær ásamt erlendum rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 9.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum með fatlanir.pdf672.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna