is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13680

Titill: 
  • Félagsleg einangrun fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um félagslega einangrun fatlaðs fólks með tilliti til tómstundastarfa þeirra. Ritgerðin er í senn rannsóknarritgerð og heimildaritgerð. Rætt var við fjóra einstaklinga vorið 2011, unnið var úr viðtölunum og leitað var eftir nánari heimildum sem tengdust efni þessarar ritgerðar á tímabilinu byrjun árs 2011 og fram á haustið 2012. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna félagslíf fatlaðra einstaklinga og hvort þeir töldu sig búa við félagslega einangrun. Í ljós kom að erfitt getur reynst að rannsaka félagslega einangrun og var því ákveðið að reyna meta hvort einstaklingarnir sem við var rætt bjuggu við félagslega einangrun út frá tómstundaiðkun þeirra. Þátttakendurnir voru eins og áður sagði fjórir einstaklingar á aldrinum 16 til 20 ára. Öll voru þau hreyfihömluð en þó mismikið, einungis einn var alfarið í hjólastól. Tveir bjuggu við þroskahömlun og stunduðu nám á sérnámsbraut við framhaldsskóla, hinir tveir voru ekki með neina þroskahömlun og sóttu ýmist iðnnám eða bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskóla. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að flest þessara ungmenna stunda einhverjar tómstundir, þau séu nokkuð sátt í eigin skinni og upplifi sig þar af leiðandi ekki félagslega einangruð.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsidaBA2.pdf314.09 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
balok[3].pdf740.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna