is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13686

Titill: 
  • Lágvöruverðsverslunin Krónan: Eru neytendur að meðtaka aðgreiningarþætti vörumerkisins?
  • Titill er á ensku Krónan: Are consumers on the retail market aware of the brand points of difference?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Breytingar hafa orðið á matvörumarkaðinum á síðustu árum og þá sérstaklega lágvöruverðsmarkaði. Í ritgerðinni er viðfangsefnið lágvöruverðsverslunin Krónan þar sem saga fyrirtækisins, markaðurinn, samkeppnin og markaðshlutdeild verða rakin. Farið verður yfir þau fræðileg hugtök sem tengjast vörumerki og ávinningur sem felst í markvissi uppbyggingu þess.
    Framkvæmt var bæði eigindleg og megindleg rannsókn. Við eigindlegu rannsóknina var tekið hálf opið viðtal við markaðsstjóra Kaupás og framkvæmdarstjóra Kaupás. Rannsóknarspurningin sem sett var fram við eigindlegu rannsóknina var „Hverjar eru markaðsáherslur Krónunnar og hvert stefnir vörumerkið“. Niðurstöður úr eigindlegu rannsókninni eru að vera með gott aðgengi í verslunum, mikið og fjölbreytt vöruúrval, fjölbreytt of ferskt kjöt, ávaxta- og grænmetisborð og öflugt lífrænt vöruúrval. Tilgangur með eigindlegu rannsóknina var að notfæra niðurstöður úr henni til að svara rannsóknarspurningu megindlegu rannsóknarinnar. Við megindlegu rannsóknina var útbúinn spurningarlisti sem var svo sendur á nemendur við Háskóla Íslands en leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu „Hvernig skynja nemendur Háskóla Íslands markaðsáherslur Krónunnar“. Notast var við hentugleikaúrtak en með þeirri aðferð eru líkurnar á því að hver og einn verði fyrir valinu í úrtakinu ekki þekktar. Niðurstöður leiddur í ljós að í öllum tilvikum nema einu voru þátttakendur að skynja markaðsáherslur sem spurt var um. Mikill hluti þátttakenda voru hlutlausir gagnvart markaðsáherslunum.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HjálmtýrGrétarsson_BS.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna