is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13696

Titill: 
  • Nýjar lausafjárreglur: Áhrif á íslenska banka og eftirlitsumhverfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þróun fjármálamarkaða á síðustu áratugum hefur aukið flækjustig lausafjáráhættu og stýringu hennar. Almennt má rekja fall bankanna til lausafjárskorts fremur en vöntunar á eigin fé, en áður fyrr hafði verið til meira en nóg af lausafé á fjármálamörkuðum, sem varð til þess að lausafjárstýringu var ekki sinnt eins vel og þörf er á. Á grundvelli fenginnar reynslu fór Basel-nefndin að vinna að endurbótum á regluverki fyrir banka. Þar á meðal á að innleiða samræmda mælikvarða á lausafjáráhættu. Þetta er í fyrsta sinn sem innleiða á samræmdar, alþjóðlegar lausafjárreglur.
    Markmið þessarar rannsóknar er ekki að reyna að sanna eða afsanna ákveðnar tilgátur, heldur einungis að varpa ljósi á hvaða áhrif strangari lausafjárreglur munu hafa á íslenska banka og eftirlitsumhverfi.
    Í rannsókninni var notast við fyrirliggjandi gögn og má þar helst telja árs- og árshlutareikninga stóru viðskiptabankanna þriggja og fyrirliggjandi rannsóknir á vegum Basel-nefndarinnar og Evrópska bankaeftirlitsins. Ennfremur eru sagan og fræðin skoðuð og rýnt er í nýju lausafjárreglurnar samkvæmt Basel og þær viðbætur sem lagðar eru til fyrir íslenska banka.
    Helstu niðurstöður eru þær, að nýjar lausafjárreglur munu setja bönkum miklar skorður og þurfa íslenskir bankar að aðlaga fjármagnsskipan sína að nýju reglunum. Bankar sem fjármagna útlán með skammtímainnlánum þurfa að eiga stóra lausafjársjóði. Nýjar reglur munu með því móti draga úr arðsemi bankanna. Þröng skilgreining á tryggum lausafjáreignum og umframeftirspurn eftir þeim á alþjóðavísu setur bönkum enn frekari skorður á fjármögnun þeirra. Þeir þurfa meðal annars að auka hlutfall bundinna innlána og lengja í tímalengd annarra skuldbindinga. Eftirlitsstofnanir þurfa að bæta upplýsingaflæði sín á milli og bæta eftirlit bæði með íslensku viðskiptabönkunum og skuggabankastarfsemi.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Ritgerð_NYG.pdf669.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna