is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13700

Titill: 
  • „En halló ég hef bara alveg helling.“ Upplifun starfsmanna fjármálafyrirtækja af raunfærnimati
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu starfsmanna fjármálafyrirtækja af raunfærnimati og hvernig það hefur nýst þeim til starfsþróunar, færniuppbyggingar og sjálfseflingar. Þá var sjónum beint að upplifun þátttakenda af þeirri náms- og starfsráðgjöf sem veitt var í ferlinu. Rannsóknin byggir á viðtölum við átta einstaklinga, sjö konur og einn karlmann sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í raunfærnimat fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að raunfærnimatsferlið sé hvetjandi til færniuppbyggingar, ýti undir starfsþróun og efli sjálfstraust þátttakenda. Enginn þátttakenda hafði lokið framhaldsskólanámi og öll höfðu þau hafið störf í banka án þess að ígrundað starfsval lægi þar að baki. Hvatning frá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) var meginástæða þess að þau tóku þátt í raunfærnimatinu. Þátttaka þeirra í matsferlinu gaf þeim aukna möguleika á að hefja nám að nýju ásamt stuðningi náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa vísbendingar um að raunfærnimat sé hagnýtt úrræði fyrir einstaklinga með stutta formlega skólagöngu.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    The aim of this research is to gain an insight into the experience of employees in banking and finance corporations of validation of their prior learning and to investigate if and how this process influenced their career development, further education and self-esteem. Furthermore to look into the participant’s experience of the service provided by educational and vocational counselors in the validation process. The research is based on semi-structered interviews with eight individuals, seven women and one man who all share the common experience of having participated in validation of prior learning for employees in banking and finance corporations. The results of this study indicate that the process of validation of prior learning encourages further education, career development and increases the participants self-esteem. None of the participants had finished any formal education after compulsory schooling and all of them had entered employment in banking and finance corporations without any strategic career considerations. The main reason for their participation in the validation process was encouragement from SSF, the Union of finance employees in Iceland. The participation in the validation process increased their possibillites to re-enter into further formal education with a support from the educational and vocational counselors. The results give implications that the validation is a practical choice for individuals who have not finished any education beyond compulsory schooling.

Samþykkt: 
  • 10.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Kristinsdóttir NOTA ÞETTA.pdf470 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna