is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13736

Titill: 
  • Starfsánægja í straumlínustjórnun. Rannsókn á viðhorfum starfsman[n]a til innleiðingar straumlínustjórnunar og áhrifum hennar á starfsumhverfi, störf og starfsánægju
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að skoða viðhorf starfsmanna fyrirtækis í fjármálaþjónustu til innleiðingar straumlínustjórnunar. Rannsakandi skoðaði bæði sjónarhorn almennra starfsmanna og stjórnenda og leitast var við að fá fram svör sem gæfu til kynna hvaða áhrif innleiðingarferlið hefði haft á starfsánægju þeirra starfsmanna sem innleiðingin náði til sem og áhrif sem innleiðingin hafði á störfin og starfsumhverfið. Unnið var með fræðilegar heimildir um starfsánægju, straumlínustjórnun og breytingastjórnun og fleiri hugtök sem komu fyrir í niðurstöðum rannsóknarinnar.
    Tekin voru átta eigindleg viðtöl, sex við almenna starfsmenn og tvö við stjórnendur. Viðmælendur komu frá tveimur starfsstöðvum innan fyrirtækisins og notast var við marmiðsúrtak við val á viðmælendum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að almennt eru viðhorf starfsmanna jákvæð í garð innleiðingar straumlínustjórnunar. Helstu áhrifin, sem innleiðingin hefur haft á starfsumhverfið og störfin, eru meira skipulag, bæði á tíma starfsmanna og verkefnum. Þá gætir aukinna og reglulegri samskipta starfsmanna við samstarfsfélaga og einnig við stjórnendur. Stjórnun hefur einnig tekið breytingum þar sem lagt er upp úr frekari útdeilingu verkefna til starfsmanna og reglubundnari endurgjöf. Almennt eru viðmælendur sammála um að þeir telji breytingar á starfsumhverfinu í kjölfar innleiðingarinnar hafa verið jákvæðar. Þau áhrif sem innleiðingin hefur haft á starfsánægju starfsmanna er að flestir telja breytinguna jákvæða. Ákveðinn lærdóm má draga af fyrri innleiðingunni og hefur verið brugðist við því og bætt um betur í þeim þáttum sem var ábótavant.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin var læst til 1.1.2015. Opnuð í júlí 2013 þar sem engin staðfesting hafði borist frá deild um lokaðan aðgang.
Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_10012013_BBG.pdf725.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna