is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13737

Titill: 
  • Áhrif staðalímynda á launakröfur kvenna og áhuga þeirra á að gegna leiðtogahlutverki
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tvær aðskildar tilraunir voru framkvæmdar með það að markmiði að skoða áhrif staðalímynda á áhuga kvenna á að gegna leiðtogahlutverki annars vegar og á launakröfur kvenna hins vegar. Staðalímyndir kynjanna segja til um að karlmenn séu hæfari leiðtogar en konur. Einnig má færa rök fyrir því að karlmenn eigi samkvæmt staðalímyndum að vera með hærri laun en konur. Talið var að ógnandi þættir þessara staðalímynda hefðu neikvæð áhrif á launakröfur kvenna og áhuga þeirra á leiðtogahlutverki. Þátttakendur í tilraununum voru nemendur við Háskóla Íslands.
    Fyrri tilraun rannsóknarinnar athugaði áhrif ýfingar (e. priming) staðalímynda á áhuga kvenna á að gegna leiðtogahlutverki. Ýfing er þegar áreiti virkjar hugræna flokka sem hefur áhrif á hvernig unnið er úr nýjum upplýsingum eða áreitum. Samkvæmt tilgátum tilraunarinnar leiðir ýfing staðalímynda til þess að konur hafi minni áhuga á leiðtogahlutverki og gera minni væntingar til frammistöðu í leiðtogahlutverki. Staðalímyndir kynjanna voru ýfðar með spurningu um kyn þátttakenda í upphafi spurningalista. Samanburðarhópurinn merkti við kyn við lok spurningalista.
    Niðurstöður leiddu í ljós að konur höfðu meiri áhuga að gegna á leiðtogahlutverki og gerðu meiri væntingar til frammistöðu sinnar í leiðtogahlutverki þegar þær merktu við kyn í upphafi spurningalista. Niðurstöðurnar voru því í öfuga átt miðað við tilgátur rannsóknarinnar og niðurstöður fyrri rannsókna. Talið er að misræmið komi til vegna menningamunar Íslands og Bandaríkjanna annars vegar og samsvörunar ákvæðis í verkefnalýsingu um samskiptahæfni við staðalímynd kvenna hins vegar.
    Seinni tilraun rannsóknarinnar skoðaði áhrif staðalímynda á launakröfur kvenna. Samkvæmt tilgátum tilraunarinnar ættu konur að gera lægri launakröfur en karlar. Að auki ætti ýfing staðalímynda að leiða til þess að konur gerðu enn lægri launakröfur.
    Konur gerðu 45.000 krónum lægri launakröfur en karlar í starfi stjórnanda. Auk þess gerðu konur sem merktu við kyn sitt í upphafi 60.000 krónum lægri launakröfur að meðaltali en konur sem merktu við kyn sitt við lok spurningalista. Tilgátur tilraunarinnar voru því studdar. Niðurstöður tilraunarinnar hafa mikið gildi fyrir konur í atvinnulífinu þar sem þær benda á þau áhrif sem staðalímyndir geta haft á launakröfur.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Egill Fivelstad.pdf798.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna