is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13738

Titill: 
  • Húsnæðishagfræði: Sérstaða húsnæðis á markaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húsnæðismarkaðurinn mikilvægur út frá næstum því öllum sjónarmiðum og því áhugavert viðfangsefni út frá hagfræðilegu sjónarmiði. Markaðurinn er fyrst skoðaður samvæmt hefðbundnu nýklassísku hagfræðilíkani og gert ráð fyrir að framboð sé til skamms tíma mjög ónæmt fyrir verðbreytingum. Ýmsar forsendur sem gert er ráð fyrir að séu uppfylltar þegar fjallað er um samkeppnismarkað eru brotnar eða brenglaðar og þessum markaðsbrestum þarf að gera skil þegar húsnæðimarkaðurinn er skoðaður. Hugtökin dvalareining og húsnæðisþjónusta eru kynnt til sögunnar. Misleitni, varanleiki og sú staðreynd að húsnæðiskaup fela í sér bæði fjárfestinga og neysluþátt eru meðal áhugaverða einkenna húsnæðismarkaðsins og er farið yfir áhrif þeirra á markaðinn sem slíkan. Kaupandi húsnæðisþjónustu stendur einnig frammi fyrir ákvörðun hvort húsnæði skuli keypt eða hvort eigi að leigja húsnæðisþjónustu. Vegna mikilvægi markaðarins hefur hið opinbera haft mikinn áhuga á þessum markaði sem endurspeglast vel í öllum því flókna lagaumhverfi sem sett hefur verið utan um húsnæði og inngrip hafa því verið mikil af hálfu hins opinbera. Rökin sem færð hafa verið fyrir inngripunum eru ytri áhrif húsnæðis og jafnaðarstefna en með henni er unnið gegn búsetulegum aðskilnaði þjóðfélagshópa. Að lokum er farið yfir raunáhrif þessara áhrifa í ljósi sérstakra eiginleika húsnæðismarkaðarins. Húsnæðismarkaðurinn er ekki einn markaður heldur aðgreindur markaður með marga undirmarkaði og gerir það að verkum að það er ekki til ein besta eða rétta opinbera stefnan við húsnæðismarkaðinn.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjartan Baldursson.pdf754.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna