is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13749

Titill: 
  • Siðferði kynningarstarfsemi á fjármálamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Siðfræðin hefur verið til óralengi. Fræðimenn nota ýmsar kenningar siðfræðinnar við skýringar á atferli einstaklinga eða hópa svo sem lifnaðarháttum og samskiptum. Eitt af mörgum sviðum siðfræðinnar er viðskiptasiðfræði sem mikilvægt er að huga að þegar viðskipti fara fram. Viðskiptasiðfræðin getur svo skipst í marga hluta, þar á meðal er kynningarstarfsemi á fjármálamarkaði einn þeirra. Vanda þarf pælingar þegar markaðssetning fjármálaafurða er undirbúin og huga þarf að því hvar munurinn liggur við markaðssetningu til dæmis þvottavéla og yfirdráttar.
    Í þessari ritgerð verður siðferði markaðssetningar tekið fyrir og einblínt sérstaklega á fjármálamarkaðinn fyrir og eftir efnahagshrun 2008. Farið verður yfir almenna siðfræði og tengsl hennar við viðskipti, þá aðallega peningamarkaðssjóði. Tilgangur ritgerðarinnar er að sjá hvort lagabreytingar sem gerðar voru eftir hrun hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á kynningarstarfsemi peningamarkaðssjóða og hvaða klassíska kenning innan siðfræðinnar eigi helst við þá starfsemi.

Samþykkt: 
  • 11.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
harpa_guðlaugsdóttir_bs.pdf353.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna