is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13767

Titill: 
  • Kynbundið réttlæti: Feminísk gagnrýni á réttlætiskenningu Johns Rawls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í riti sínu, A Theory of justice sem kom út árið 1971, setti einn af fremstu stjórnmálaheimspekingum 20. aldarinnar, John Rawls, fram nýstárlegar hugmyndir um hvernig móta skal sanngjarnt samfélag. Femínismi er ein umtalaðasta stefna sem hefur komið fram á sjónarsviðið á síðustu tveimur öldum og hefur lagt megináherslu á réttindi og bætta stöðu kvenna. Þessi stefna hefur gagnrýnt eldri sem og ríkjandi heimspeki- og stjórnmálastefnur. Réttlætiskenning Rawls var m.a. gagnrýnd af feministum. Í þessari ritgerð geri ég grein fyrir þeirri gagnrýni með það að leiðarljósi að kanna hvort hún standist heimspekilega skoðun. Ég skoða einkum gagnrýni frá fræðikonunum Susan Moller Okin og Nel Noddings. Meðal annars ræði ég gagnrýni Okins á upphafstöðuna hjá Rawls. Hún færir m.a. rök fyrir því að réttlætislögmálin gætu leitt til þess að siðferðismótun barna væri ábótavant sem yrði til þess að viðhalda þeim ójöfnuði kynjanna sem hefur verið ríkjandi frá örófi alda. Rawls svarar þessari gagnrýni og tekur að nokkru leyti mið af henni í seinni ritum sínum. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar segi ég frá réttlætiskenningu Rawls. Í kafla tvö skoða ég svo þá gagnrýni sem hefur komið fram á kenninguna og í þriðja kafla kem ég með svar Rawls við gagnrýni femínista sem fyrr var nefnd. Í þeim kafla set ég fram mína eigin afstöðu og svar við því sem bæði Rawls og gagnrýnendur kenningarinnar settu fram. Þær staðhæfingar veg ég svo og met í lokin.

Samþykkt: 
  • 15.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Benedikt Kristjánsson.pdf499.92 kBOpinnRitgerðinPDFSkoða/Opna