is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13818

Titill: 
  • Hellas á valdi herforingja. Viðbrögð fjölmiðla, ríkisstjórnar og almennings á Íslandi við valdatöku hersins í Grikklandi árið 1967
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin skiptist í nokkra hluta þar sem fyrst verður farið í sögulegan bakgrunn Grikklands frá lokum síðari heimstyrjaldar fram að valdaráni hersins árið 1967. Þetta er gert til að sýna fram á að valdataka herforingjanna var að mestu leyti afleiðing og afurð þess tímabils sem í sögunni er kallað kalda stríðið. Spennan á milli austurs og vesturs og afskipti Bandaríkjanna í gervi NATÓ og CIA gerðu hægri öflunum í gríska hernum kleift að hrifsa völdin af stjórnmálaflokkum og konunginum í landinu í þeim yfirlýsta tilgangi að forða því að landið félli ekki í hendur kommúnista. Í næstu köflum er leitast við að greina viðbrögð alþjóðasamtaka og þá sérstaklega NATÓ við valdatökunni. Í framhaldi af því er greint frá viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar og sagt frá hvernig þau viðbrögð stjórnuðust af afstöðu viðreisnarstjórnarinnar til NATÓ og hersetu Banda-ríkjamanna á Íslandi. Þá er greint frá fréttaflutningi íslenskra dagblaða um valdatöku hersins í Grikklandi og sýnt fram á að sá fréttaflutningur stjórnaðist af ríkjandi hugmyndafræði kalda stríðsins. Að lokum er skoðað hvernig sérstakir þjóðfélagshópar á Íslandi mótmæltu því sem var að gerast í heiminum á 7. áratugi 20. aldarinnar, þ.á.m. einræðisstjórninni í Grikklandi. Einnig er tekið til athugunar að hvaða marki almenningur á Íslandi tók þátt í þessum mótmælaaðgerðum og hvernig hann upplifði heimsmálin sem voru efst á baugi hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 18.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hellas á valdi herforingja.pdf293.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna