is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13823

Titill: 
  • Hirðingjarnir á sléttunni. Notkun ímynda í markaðssetningu á ferðaþjónustu í Mongólíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á hásléttum á milli Síberíuhluta Rússlands og Kína liggur sjálfstæða ríkið Mongólía. Landið er meðal strjálbýlustu svæða jarðarinnar, en á rúmlega 1,5 milljón ferkílómetrum búa einungis 2,8 milljónir manna. Heildar fjöldi Mongóla er þó þreföld sú tala, því að margir þeirra búa í sjálfstjórnarhéraðinu Innri Mongólíu (内蒙古自治区) sem tilheyrir Kína. Loftslagið einkennist af gífurlegu frosti á löngum vetrum en mildum sumrum. Samfélag og menning Mongóla, sem hirðingja, hefur í margar aldir þróast og haft áhrif á náttúru hásléttanna. Því má segja að svæðið og menningin falli mjög vel að hugmyndum fræðimanna um menningarlandslag áfangastaða sem sé munstur áhrifa frá menningu og samfélagi í náttúrunni sem mótast hefur yfir lengri tíma.
    Mongólía er nýr áfangastaður í ferðaþjónustu en mikil aukning hefur orðið á fjölda ferðamanna á síðast liðnum tveimur áratugum eða síðan landið varð aðgengilegt erlendum ferðamönnum á tíunda áratugnum. Fyrir þann tíma komu þangað ferðamenn frá Sovétríkjunum og öðrum austantjaldslöndum.
    Skoðað var hvernig Mongólía er kynnt sem áfangastaður í alþjóðlegri ferðamennsku í dag, sérstaklega með það í huga hvernig náttúra, saga og menning er nýtt til að gera landið áhugavert. Lagt var upp með að finna svar við spurningunni hvernig og hverskonar ímyndir ferðaþjónustan í Mongólíu setur fram til að skapa aðdráttarafl. Framsetning kynningarefnis í ferðaþjónustu á veraldarvefnum var rannsökuð með tilliti til ímyndsköpunar. Skriflegar lýsingar og myndskreytingar á ferðum sem í boði voru á heimasíðum 16 ferðaþjónustuaðila voru greindar. Ímyndir lands, þjóðar og menningar sem þar voru settar fram var fjallað um út frá kenningum fræðimanna um mótun áfangastaða, ímyndasköpunar og markaðssetningar þeirra.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UrdurAnnaBjornsdottir.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna