is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13846

Titill: 
  • Sannleikskreddan. Ritgerð um staðreyndir, afstæði og forna borg
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hugtakið sannleikur er grundvallandi í allri tungu. Það er ákveðið gangverk innan tungumáls okkar og fjölmargir hafa reynt að útskýra það. Ein slík útskýring er að sannleikur sé samsvörun á milli staðreynda og fullyrðinga. Önnur frumspekilegri útskýring er sú að sannleikur sé eiginleiki fullyrðinga. Hægt væri að skeyta þessum kenningum saman og segja að sannleikur sé eiginleiki sem birtist í samsvörun við staðreyndir.
    Þetta tel ég vera röng nálgun á efninu og styðst í því samhengi að stóru leyti við skrif Ludwig Wittgenstein.
    Í ritgerðinni geri ég greinarmun á milli þess að eitthvað sé satt og að eitthvað sé raunin. Það sem er raunin er ekki nauðsynlega satt, en hið fyrrgreinda er hugtak sem nær yfir reynslu og sé sönn fullyrðing raunin er hún í samræmi við reynsluna. En kenning um sannleika á ekki að segja neitt um það sem er raunin.
    Sú röksemd sem ég ber helst fyrir mig er að kenningar í málspeki séu fyrst og fremst a priori. Sem slík eigi þess háttar kenning ekki að bera fyrir sig frumspekilegum fyrirbærum líkt og staðreyndum ef hjá því verður komist. Þess í stað held ég fram kenningu um sannleika sem rúmar allar mögulega aðstæður, málspekilega er sannleikur samspil sannkjara, þeirra forsenda sem þurfa að vera til staðar til að fullyrðing sé sönn, og fullyrðinga. Ítarlegri þarf kenning um sannleika ekki að vera.
    Til þess að tengja kenninguna um raunheiminn - til þess að sannleikur sem gangverk tungumálsins tengist því sem er raunin - bendi ég á hugtakið lífsform. Það er innan lífsformsins sem sannkjörin eru tilgreind. Sum lífsform geta verið veruleikafirrt en flest eru í tengslum við raunveruleikann. Líklegast eru til þróunarfræðileg rök fyrir því, en sú staðreynd að heimurinn sé reglubundinn skýrir fyllilega hvernig nothæft hugtak líkt og sannleikur fyrirfinnist innan tungumálsins. Það nægir – öðrum frumspekilegum útskýringum skal kastað fyrir róða.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerð 18.1.2013.pdf957.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna