is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13873

Titill: 
  • Frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Parkour og Freerunning: Bráð lífshætta eða nýr borgarlífsstíll?
  • Titill er á ensku Free as a Bird. Parkour and Freerunning: A Threat to Life or a New Urban Lifestyle?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari BA-ritgerð í þjóðfræði er fjallað um hið nýtilkomna sport parkour og reynt að varpa ljósi á það með fjölbreyttum hætti út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni. Ritgerðinni er skipt í sex hluta en í fyrsta kafla er stiklað á því helsta í rannsóknum á þjóðfræði barna og unglinga, rakin aðferðafræði rannsóknarinnar og viðmælendur kynntir til sögunnar. Í öðrum kafla er viðfangsefnið síðan sett í samhengi við hugtök og kenningar fræðimanna og er þar helst að nefna Johan Huizinga, Victor Turner, Alan Dundes og Michel de Certeau. Í kafla þrjú er sjónum beint að skilgreiningum á parkour auk þess sem skýrt er frá uppruna þess og þróun erlendis. Þar er að sama skapi hugað að útbreiðslu sportsins og hnattvæðingar með tilliti til aðkomu dægurmenningar og veraldarvefsins. Kafli 4. er tileinkaður parkour á Íslandi, þróun þess innan íþróttafélaganna sem og hópamenningu götunnar. Hér er vikið að ímynd parkour og áhættuþáttum, auk þess sem gerð parkour-valla er reifuð með hliðsjón af stofnanavæðingu. Að endingu er í fimmta kafla rætt um kynjaskiptingu parkour-samfélagsins og menningu þess sem einkennist, samkvæmt niðurstöðum mínum, af jöfnuði og bræðralagi. Þar er jafnframt rýnt í eiginleika parkour til að breyta sýn iðkenda, sem og áhorfenda, á rými borgarinnar, en einnig hvernig parkour breytir sýn iðkenda á eigið líf og líðan.
    Rannsóknin hefur leitt í ljós að parkour er meira en bara sport; það er mannbætandi lífsstíll sem stöðugt fleiri aðhyllast um heim allan. Parkour hvílir auk þess á stoðum hugmyndafræði sem hefur fjölbreytileg jákvæð áhrif á iðkendur og er þess megnug að breyta sýn fólks á umhverfi sitt og einkalíf.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Íris Arthúrsdóttir.pdf4.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna