is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13888

Titill: 
  • Undirbúningur stöðlunar á WASI fyrir fullorðna á aldrinum 19-62 ára
  • Titill er á ensku Preparation of the Standardization of WASI in Iceland for Adults Aged 19-62
Útdráttur: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslensku útgáfunnar af greindarprófinu Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence (WASI) voru rannsakaðir vegna undirbúnings á stöðlun prófsins hér á landi. WASI er stutt greindarpróf með fjórum undirprófum og verður fyrsta greindarprófið fyrir fullorðna til að vera staðlað á Íslandi. Fram að þessu hefur þýdd og staðfærð útgáfa af WAIS-III (Wechsler Adult Intelligence Scale III) verið notuð hér á landi. Unnið var með 155 manna úrtak sem fengið var hjá Íslenskri erfðagreiningu. Aldurinn í úrtakinu var frá 19 til 62 ára. Helmingunaráreiðanleiki íslensku útgáfu WASI var góður í undirprófunum Orðskilningi og Litaflötum og nálægt því að teljast viðunandi í Rökþrautum og Líkingum. Eins og vænta mátti var áreiðanleikinn lægri hérlendis en í upprunalegri útgáfu prófsins. Þyngdarröð atriða í Rökþrautum var athuguð fyrir úrtakið og hún borin saman við þyngdarröð bandaríska stöðlunarúrtaksins. Þyngdarröðun 87% atriða breyttist. Búast má við því að helmingunaráreiðanleikinn hækki þegar þyngdarröðun atriða verður lagfærð við stöðlun. Prófið var lagt fyrir af fjórum matsmönnum og kom hvergi fram marktækur munur á frammistöðu í undirprófum eftir matsmönnum. Það gefur til kynna að fyrirlögn og fyrirgjöf íslensku útgáfunnar af WASI-prófinu sé stöðug og áreiðanleg á milli matsmanna. Niðurstöður gefa almennt til kynna að notkun núverandi aldursbila í samræmi við bandaríska útgáfu prófsins sé viðeigandi. Sjá mátti áhrif menntunar á frammistöðu í prófinu. Rannsóknin gefur til kynna að próffræðilegir eiginleikar WASI haldi sér nokkuð vel og að íslensk útgáfa prófsins uppfylli skilyrði fyrir stöðlun.

Samþykkt: 
  • 31.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ pdf.pdf476.3 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF