is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13906

Titill: 
  • Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð við félagsfælni meðal háskólanema: Samanburður á klínísku viðtali og sjálfsmatskvörðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var athugaður langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi (HAMH) og almennri hópmeðferð (AH) við félagsfælni meðal 37 háskólanema, miðað við fjögurra mánaða eftirfylgd. Einnig var borið saman klínískt viðtal (Liebowitz Social Anxiety Scale) við sjálfsmatskvarða (Social Phobia Scale, Social Interaction Anxiety Scale og Brief Fear of Negative Evaluation) til þess að meta hvort sjálfsmatskvarðar bæti veigamiklum upplýsingum við klínísk viðtöl. Þátttakendum var skipt með slembivali í annað hvort HAMH eða AH. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að ekki var munur á árangri milli HAMH og AH við eftirfylgd. Hluti mælitækja sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals sýndu fram á aukinn árangur þátttakenda frá lokum meðferðar að eftirfylgd. Niðurstöður fylgnifylkis sýndu að fylgnin milli mælitækja var ekki hærri en 0,8. Þessar niðurstöður benda til þess að klíníska viðtalið LSAS og sjálfsmatskvarðarnir SPS og SIAS séu ekki að mæla nákvæmlega það sama þó svo að þeir séu að mæla sömu hugsmíð. Af því má álykta að sjálfsmatskvarðar bæti upplýsingum við mælingar klínísks viðtals og er því skynsamlegt að nota bæði klínískt viðtal og sjálfsmatskvarða til að fanga umfang helstu þátta í félagsfælni.

Samþykkt: 
  • 31.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf228.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna