is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13928

Titill: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun: Beinar áhorfsmælingar í 1.-3. bekk í þremur grunnskólum haustið 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (school-wide positive behavior support) eða PBS er heildstætt hegðunarstjórnunarkerfi sem byggir á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Kerfið miðar að því að þjálfa starfsmenn grunnskóla til að auka æskilega hegðun nemenda með því að veita henni jákvæða athygli og draga úr óæskilegri hegðun með því að leiðrétta hana með skýrum og fyrirsjáanlegum aðferðum. PBS- kerfið er talið skapa gott skólaumhverfi og auka lífsgæði barna. Þessi rannsókn segir frá mælingum með beinu áhorfi hjá 1.-3. bekk í þremur grunnskólum í Reykjanesbæ haustið 2012. Rannsóknin er hluti af langtímarannsókn sem hófst árið 2008 og er markmið hennar að meta árangur af PBS- kerfinu í skólunum. Þátttakendur voru 489 nemendur og starfsmenn grunnskólanna. Í stuttu máli benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að starfsmenn fari að einhverju leyti eftir aðferðum PBS en mikill skortur er þó á notkun aðferðanna á almennum svæðum og að brugðist sé við óæskilegri hegðun á viðeigandi hátt. Langtímarannsóknin stendur enn yfir og áhugavert verður að sjá hvað lokaniðurstöður hennar munu leiða í ljós.

Samþykkt: 
  • 4.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð pdf.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna