is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13940

Titill: 
  • Drykkjuferill kvenna: Kynja og kynslóðaáhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ýmislegt bendir til þess að kynjamunur á drykkjuferli fari minnkandi með yngri kynslóðum. Rannsóknir á eldri kynslóðum bentu til þess að konum virðist miða hraðar en körlum frá fyrstu áfengisdrykkju til regulegrar notkunar og til fyrstu meðferðar. Þessi hraðari framvinda drykkjuferilsins meðal kvenna nefnist sjónaukaáhrif (e.telescoping effect). Rannsóknir á yngri kynslóðum hafa ekki sýnt þennan kynjamun. Hér verður áfengisferill skoðaður með tilliti til kyns og aldurs. Notast var við aftursýn rannsóknargögn úr SSAGA geðgreiningarviðtali (e. Semi-structured assessment of the genetics of alcohol) sem aflað var úr stórri rannsókn á erfðum fíknisjúkdóma hjá íslenskum fjölskyldum á vegum SÁÁ, Íslenskrar erfðagreiningar og Lungnadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss. Þátttakendur sem uppfylltu greiningarskilyrði áfengisánetjunar en ekki annara fíkniraskana voru 569 af 1098 þátttakendum (51,8%). Þar af voru 440 karlar (77,3%) og 129 konur (22,7%). Prófaðar voru tilgátur um kynjamun á drykkjuferli svo sem aldur við upphaf reglulegrar drykkju, aldur við fyrstu áfengisánetjunargreiningu, aldur við fyrstu áfengismeðferð, tíma milli upphafs reglulegrar drykkju og áfengisánetjunargreiningar og tíma á milli upphaf reglulegrar drykkju og fyrstu áfengismeðferðar. Einnig var kannað hvort að þessi kynjamunur væri til staðar þegar skipt var eftir hópum, eldri aldurshóp (fæddir 1950 og fyrr) og yngri aldurshóp (fæddir 1951 og seinna). T-próf sýndu að marktækur kynjamunur var á aldri við upphaf reglulegrar drykkju. Ekki var marktækur kynjamunur á aldri við fyrstu áfengismeðferð. Einnig var marktækur munur á tíma milli upphafs reglulegrar drykkju og fyrstu áfengismeðferðar. Konur hefja reglulega drykkju seinna en karlar en koma á sama tíma til fyrstu meðferðar. Þetta er í samræmi við tilgátur. Dreifigreining sýndi að kynjamunur á aldri við upphaf reglulegrar drykkju er minni hjá yngri aldurshóp en eldri. Einnig er kynjamunur við áfengisánetjunargreiningu minni hjá yngri aldurshóp en eldri. Þessar niðurstöður eru í samræmi við tilgátur og bendir til þess að kynjamunur á drykkjuferli fari minnkandi með yngri kynslóðum.

Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13940


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSskyrslaIrisJohanna.pdf489.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna