is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13985

Titill: 
  • Tengsl áhættuþátta við upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu: Hlutverk hegðunarvandamála, kynferðislegrar misnotkunar, heimilisofbeldis og áfengisneyslu foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga tengsl heimilisaðstæðna og einstaklingsþátta á aldur við upphaf reglulegrar drykkju. Sjónum var beint að kynferðislegri misnotkun, heimilisofbeldi, áfengisneyslu foreldra og hegðunarvandamálum sem einkenna hegðunarröskun. Rannsóknir hafa sýnt að þessir áhættuþættir í æsku hafi áhrif á hvenær fólk hefur reglulega neyslu. Því var talið að þeir sem glími við þessa áhættuþætti séu yngri þegar þeir hefja reglulega áfengisneyslu en þeir sem ekki glíma við þessi vandamál. Þátttakendur rannsóknarinnar eru þeir sem eru með staðfestan fíknsjúkdóm og komið hafa til innlagnar á sjúkrahúsið Vog eða fjölskyldumeðlimir fíknsjúklinga. 1098 einstaklingar, þar af 778 karlmenn og 329 konur voru metin með hálfstaðlaða geðgreiningarviðtalinu SSAGA-II þar sem spurt er ítarlega um áfengisneyslu fólks og áhættuhætti sem taldir eru tengjast áfengisneyslu. Aldursbil einstaklinga var frá 20-86 ára og meðalaldur var 51,41 ár. Niðurstöður sýndu að þeir sem upplifðu hegðunarvandamál og ofdrykkju foreldra voru marktækt yngri þegar þeir fóru að drekka reglulega en þeir sem ekki upplifðu þessa áhættuþætti. Sömu niðurstöður voru fyrir áhættuþættina kynferðislega misnotkun og heimilisofbeldi en einungis hjá konum. Einnig sýndu niðurstöður að allir áhættuþættirnir hafa neikvæð tengsl við upphafsaldur reglulegrar neyslu hjá konum, en þættirnir hegðunarvandi og heimilisofbeldi spáðu best fyrir um upphafsaldur reglulegrar neyslu. Hjá körlum sýndu niðurstöður marghliða aðfallsgreiningar að einungis var neikvætt samband tveggja áhættuþátta við upphafsaldur reglulegrar neyslu, eða hegðunarvandamál og heimilisofbeldi. Rannsóknin undirstrikar alvarleika hegðunarvandamála sem áhættuþátt fyrir að hefja snemma reglulega neyslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine the relation of the home environment and personality factors on age onset of regular alcohol consumption. This research focused on sexual abuse, domestic violence, parental alcohol consumption and the behaviour problems of conduct disorder. Former research has shown that these risk factors do influence age onset of alcohol use. Therefore it was expected that people that do fulfill these risk factors start regular alcohol consumption sooner then those who don’t. The participants of this study have a confirmed substance disorder and have received treatment at the hospital Vogur or are a family member of someone with a substance disorder. 1098 participants answered the polydiagnostic interview SSAGA-II, thereof 778 men and 329 women. The age of participants was 20-86 years and the mean age was 51,41 years. The results showed that participants who experienced behavior problems and too much parent alcohol consumption were significally younger at age onset of regular drinking than those who did not experience these risk factors. Same results were found for sexual abuse and domestic violence, but only for women. Also, all the risk factors showed negative relation with age onset of regularly drinking for women, but behavior problems and domestic violence had the best prediction for the age onset of regularly drinking. Results from multiple regression showed that for men two of four predictor variables, behavior problems and domestic violence, significantly predicted age onset of regular drinking,. This study emphasizes the influence of behavior problems on age onset of alcohol use.

Samþykkt: 
  • 8.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra og Sara.pdf488.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna