is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13986

Titill: 
  • Frábær skólaföt á hressa krakka! : rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um börn við upphaf grunnskólagöngu
Útgáfa: 
  • Desember 2009
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hverjir fjalla um grunnskólabyrjun og flutning úr leikskóla í grunnskóla í fjölmiðlum, hvernig grunnskólabyrjunin er kynnt og hvaða sýn á börn endurspeglast í fjölmiðlum. Fréttaflutningi, umræðum og textum um grunnskólabyrjunina var safnað úr fréttum og fréttatengdum þáttum í Ríkissjónvarpi, Stöð 2, hljóðvarpi, dagblöðum og tímaritum haustið 2008. Orðræðugreiningu var beitt til að rannsaka og greina gögnin. Niðurstöður sýna að auglýsendur taka mikið rúm í fjölmiðlum, umfjöllun um skólaföt, skólatöskur og skólavörur ýmiskonar var áberandi. Fjölmiðlafólk er jafnframt áhrifamikið og velur það sem fjallað er um. Raddir barna, foreldra og skólafólks heyrðust sjaldan. Undantekning var umfjöllun um skort á plássi á frístundaheimilum sem foreldrar settu svip sinn á. Litið var á foreldra sem mikilvæga stuðningsaðila fyrir börn sín. Þeir voru hvattir til að undirbúa börnin fyrir grunnskólagönguna m.a. með því að þjálfa þau til sjálfsbjargar og í að fara eftir fyrirmælum. Ekki var lögð áhersla á stuðning félaga eða á samfellu og tengsl skólastiganna. Greina mátti fjölbreytt viðhorf til barna en mest áberandi var sýn á börn sem saklaus og varnarlaus. Þetta viðhorf endurspeglaðist í myndefni, ráðleggingum til foreldra, umfjöllun um þær hættur, sem stafa af umferðinni og umfjöllun um gæslu barna á frístundaheimilum eftir að skóla lýkur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to shed light on what groups discuss children starting primary school and the transition from playschool to primary school in Icelandic mass media. The study also seeks to explore how starting primary school is presented and what views of children are reflected in the media. News coverage, discussions, and texts about starting school were generated from the following sources: television news and news related programs at two of the major television channels; radio news and news related programs on the radio; three major national newspapers; as well as in magazines and local papers. Content analysis was used to systematic categorize and analyze the data. The results show that advertisers take a great deal of space in the media, such as in discussions about school clothes, school bags, and school supplies. Media personnel were influential as they choose what is covered in the media. The voices of children, parents, and school professionals were seldom heard. Exceptions were discussions about shortage of spaces in after- school centers, a discussion that parents were active in. Parents were seen as important supporters of their children. They were encouraged to prepare them to start primary school by training them for self-reliance and following instructions. No emphasis was placed on support of peers or on continuity between the two school levels. Diverse views on children were noted with the most notable the view of children as innocent and in need of protection. This view was noted in photos, in advice given to parents, in discussions about the danger in traffic, as well as in discussions about looking after children in after-school centers.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 8.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frábær skólaföt.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna