is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13987

Titill: 
  • Kennsluaðferðir í íslenskum og finnskum grunnskólum
Útgáfa: 
  • Febrúar 2009
Útdráttur: 
  • Í greininni er sagt frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á kennsluháttum í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum. Rannsóknin var gerð veturinn 2006–2007. Tuttugu og fjórir íslenskir og finnskir kennarar lýstu aðstæðum sínum og athöfnum í viðtölum og þátttökuathuganir voru gerðar í sjötíu kennslustundum í níu ára bekkjum og lokabekkjum í grunnskólunum. Rannsóknarspurningin var: Hvað einkennir helst kennsluhætti í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum og að hvaða leyti er munur þar á?
    Helstu niðurstöður eru þær að ríkjandi kennsluhættir, bæði hjá íslensku og finnsku kennurunum, eru fremur hefðbundnir; kennarinn byrjar yfirleitt kennslustundina á smáfyrirlestri og að honum loknum vinna nemendur í vinnubókum sínum. Íslensku kennararnir hafa sumir stigið skref í átt til breyttra kennsluhátta einkum með því að láta nemendur sína vinna eftir eigin áætlunum og þá geta þeir jafnvel verið að vinna í mismunandi námsgreinum í sömu kennslustund. Finnsku kennararnir beita fjölbreyttari kennsluaðferðum en þeir íslensku og virðast meðvitaðri um notkun þeirra. Bæði hjá íslensku og finnsku kennurunum voru námsbækur mjög stýrandi í kennslunni. Þá styðjast finnsku kennararnir mikið við kennsluleiðbeiningar en íslensku kennararnir miklu síður. Íslensku kennararnir halda sig fremur til hlés í kennslustundinni en þeir finnsku og hafa sig ekki eins mikið í frammi. Í báðum löndum höfðu nemendur fremur lítið um nám sitt og starf að segja.

  • Útdráttur er á ensku

    This article presents the main conclusions of a qualitative research study of teaching strategies in Icelandic and Finnish primary and lower secondary schools. Twenty-four teachers described their working conditions, their planning and their approach to teaching. The study also included observations of seventy lessons. In addition, the study highlights the distinguishing features of teaching methods in six Icelandic and four Finnish primary and lower secondary schools, as well as student roles in the learning process.
    The study reveals that the predominant method of teaching for both the Icelandic and Finnish teachers is traditional whole class teaching (seatwork, textbook teaching). Some of the Icelandic teachers seem to have taken steps towards changing their methods of teaching. The Finnish teachers are more versatile in their ways of teaching than the Icelandic teachers and seem more aware of their teaching methods. Both the Icelandic and Finnish teachers relied very much on curriculum materials. Moreover, the Finnish teachers make use of the teaching guides and manuals, a feature rarely seen in the Icelandic context. The Icelandic teachers are more likely to stay on the sidelines than the Finnish teachers and are not as central in the classroom. The students of both the Icelandic and Finnish teachers seemed to have very little influence in the classroom.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 8.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluaðferðir.pdf416.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna