is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13991

Titill: 
  • Er munur á þjónustu fyrir verðandi foreldra varðandi fósturskimanir eftir búsetu?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fósturskimun með samþættu líkindamati er orðinn hluti af hefðbundinni meðgönguvernd víða á vesturlöndum. Hér á landi er skýrt kveðið á um að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir konum í meðgöngu skuli bjóða upplýsingar um skimunina til þess að þær geti tekið upplýsta ákvörðun. Rannsóknir benda hins vegar til þess að ákvörðun kvenna um að þiggja eða hafna skimun sé háð samspili margra þátta, eins og þekkingu kvenna á skimuninni, viðhorfum, reynslu, upplýsingum frá fagfólki og aðgengi að þjónustunni.
    Í heilbrigðiskerfum flestra ríkja er lögð áhersla á jafnan aðgang fólks að heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður rannsókna hér á landi sem og erlendis benda hins vegar til að þessu sé að ábótavant.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er því að skoða hvort búseta hafi áhrif á notkun kvenna á fósturskimun, hvernig fræðsla er veitt á mismunandi stöðum á landinu miðað við klínískar leiðbeiningar, hvernig konur meta upplýsingar sem verið er að veita, hvar og á hvaða formi þær fá upplýsingar og notkun þeirra á ómskoðunum. Markmið rannsóknar er að samræma þessa þjónustu á landsvísu m.t.t. klínískra leiðbeininga.
    Rannsóknin er meigindleg lýsandi ferilrannsókn og byggir á gögnum úr rannsókninni „Barneign og heilsa“. Gagnasöfnun fór fram árin 2009-2011 og var konum sem komu í fyrstu skoðun 2009-2010 boðin þátttaka. Úrtakið var hentugleikaúrtak þar sem 1765 konum var sendur spurningalisti sem 1111 (63%) svöruðu. Í þessari ritgerð er unnið með spurningar sem tengdust fósturskimun. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði. Marktæknimörkin miðast við  0,05.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að munur sé á þjónustu fyrir verðandi foreldra varðandi fósturskimun eftir búsetu. Þar má sjá að flestar konur í Reykjavík (80%) fara í fósturskimun með samþættu líkindamati, 70% kvenna á Akureyri, 62% kvenna í Fjarðabyggð en einungis 29% kvenna á Akranesi. Almennt virtust konur í Fjarðabyggð ánægðastar með þá fræðslu sem þær eru að fá um fósturskimanir. Konur á Akranesi voru síst ánægðar með þessa fræðslu.
    Lykilorð: fósturskimun, ákvarðanataka, upplýst val og aðgangur að þjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Prenatal screening with a combined test of nuchal translucency and biochemical markers, has become part of conventional prenatal care in many western countries. In Iceland it is emphasized that health care professionals providing prenatal care must provide women with information on prenatal screening so they can make an informed decision. Studies indicate that a woman‘s decision to accept or decline prenatal screening depends on a combination of factors such as familiarity with prenatal screening, views, experience, information received from health care professionals and access to the service itself.
    Most western countries aim at equal access to health care services. Nevertheless, both Icelandic and foreign studies indicate that access is uneven.
    The purpose of this study is to examine whether residence is associated with the uptake of prenatal screening. It explores whether screening procedures in different parts of the country are in coherence with clinical guidelines, how the women experience the education and information provided to them, where and how women receive information and their use of ultrasound. The aim is to coordinate the services with regard to clinical guidelines.
    This is a quantitative descriptive process study based on data from the study „Barneign og heilsa“ (English: Childbirth and health). Data collection for that study took place in the years 2009-2011. Women who started prenatal care in the years 2009 and 2010 were offered participation. A convenience sample was used where 1765 women received a questionnaire of which 1111 (63%) responded to. This study is based on questions related to prenatal screening and data are analyzed with descriptive and bivariate statistics. The level of significance was set 0,05.
    The study indicates residential differences in prenatal screening services. It shows that most women in Reykjavík (80%) underwent a combined test, 70% of women in Akureyri and 62% of women in Fjarðabyggð, but only 29% of women in Akranes. The women in Fjarðabyggð were most content with the information they received on prenatal screening, whereas the women in Akranes were the least content.
    Key words: prenatal screening, decision making, informed choice and access to health care.

Samþykkt: 
  • 10.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Kormáksdóttir PDF.pdf699.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna