is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14020

Titill: 
  • Að kaupa sér betra sjálf: Tengsl efnishyggju og sjálfsálits við kauphvata
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athugað var hvort efnishyggja og sjálfsálit hefði áhrif á að fólk keypti sér neysluvörur til að bæta eigin líðan, auðkenni og sjálf. Megin markmið þesarar rannsóknar er að athuga hvort þeir sem eru með lágt sjálfsálit séu líklegir til að kaupa neysluvörur til að bæta eigið sjálf óháð því hvort þeir séu efnishyggnir eða ekki. Þátttakendur voru 582 og dreifðust á aldursbilið 18- 91 árs. Meðalaldur var 29,5 ár. Þátttakendur svöruðu spurningalista á internetinu þar sem mælt var sjálfsálit, efnishyggja og kauphegðun. Niðurstöður leiddu í ljós að sjálfsálit spáir fyrir um kauphvata umfram efnishyggju. Efnishyggja var þó betri forspá um kauphvata heldur en sjálfsálit. Saman gáfu efnishyggja og sjálfsálit nákvæmari spá um kauphvata. Að auki var athugað hvort aldur hefði áhrif á efnishyggju og kauphvata. Niðurstöður sýndu fram á að því yngra sem fólk er því líklegra er það til að vera efnishyggið og kaupa sér hluti til að bæta eigið sjálf, líðan og auðkenni.

Samþykkt: 
  • 14.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tara Dögg Bergsdóttir.pdf562.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna