is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Dip Iðn- og tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14026

Titill: 
  • Þvottavél fyrir stálefni
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni var að hanna vél sem gætið þvegið og skolað sagað stálefni með einföldum og áhrifaríkum hætti. Byrjað var á því að smíða líkan í stærðinni 1/25, gróf kostnaðaráætlun gerð og hugmyndin síðan lögð fyrir yfirmenn framleiðslu Marels. Ekki fékkst fjárveiting fyrir verkefninu á þeim tíma. Þrátt fyrir það var ákveðið að halda áfram með hönnun á rafmagns- og stýrihluta verkefnisins. Þá var farið í það að velja íhluti og hanna forrit í Telemecanique iðntölvu.
    Tilraunir leiddu svo í ljós að ef 50 °C heitum olíuhreinsi var sprautað á efnið og leyft að liggja á í um 12 sek þá náðust fram bestu þrifin á skemmstum tíma. Með þurrktíma sem við verðum að áætla þá væri heildartími þvottar með olíuhreinsi um 4-4:30 mín. Og má þá áætla að sparnaður sé um 34 mín og 1 ltr af hreinsiefni á degi hverjum, sem gera um 150 klst og 268 ltr af hreinsiefni sem gætu sparast á ári með einni slíkri vél.
    Þá má gróflega áætla miðað við kostnaðaráætlun, meðaltímakaup smiða og verð á líter af olíuhreinsi í dag að vélin myndi borga sig upp á um það bil 12-13 mánuðum.

Samþykkt: 
  • 18.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafiðnfræði. Lokaverkefni. Ólafur Gränz. Skemman.pdf3.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna