is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14039

Titill: 
  • Menntun til sjálfbærni í heimilis- og náttúrufræð i : greinargerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla er sjálfbærni einn af grunnþáttum menntunar. Í greinargerðinni veltum við fyrir okkur hvernig best sé að mennta komandi og núverandi kynslóðir til sjálfbærni og skoðuðum hvaða mögulegar leiðir væru góðar til þess. Gerð var grein fyrir hugtökunum sjálfbærni, menntun til sjálfbærni og fjallað um „Áratug menntunar til sjálfbærni“ 2005-2014. Litið var til sjálfbærnimenntunar á Íslandi og stöðu hennar. Þetta lokaverkefni er vefsíða sem inniheldur kennsluverkefni í heimilis- og náttúrufræði sem ætlað er að stuðla að menntun til sjálfbærni. Kennsluverkefnin eru birt á vefsíðunni Menntun til sjálfbærni (http://sjalfbaernikennsla.is) ásamt ýmsum fróðleik um sjálfbærni og menntun til sjálfbærni. Kennsluverkefnin eru tíu talsins og aðal viðfangsefni þeirra eru orkusparnaður, endurvinnsla, náttúrustígur, neytendafræðsla, moltugerð, grænmetisræktun, næringarfræði og erfðabreytt matvæli. Fjölbreyttar og skilvirkar kennsluaðferðir voru hafðar til hliðsjónar við gerð verkefnanna eins og til dæmis hópavinna, leitaraðferðir, skapandi kynning, gagnrýn hugsun, tengsl við raunveruleikann, notkun grenndarsamfélagsins og fleira. Vefsíðan var sett upp með það í huga að jafnvel fleiri kennarar gætu deilt sínum eigin kennsluverkefnum sem stuðla að sjálfbærni með öðrum.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14039


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsluverkefni.pdf2.54 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Greinargerð - Menntun til sjálfbærni í heimilis- og náttúrufræði.pdf8.83 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna