is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14052

Titill: 
  • Mat á siðferðisþroska, mótþróa og hegðunarröskun á samfelldum kvarða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að þróa margþátta matskvarða til að meta hegðunarröskun og mótþróaþrjóskuröskun með jákvætt orðuðum staðhæfingum sem meta eðlilega hegðun í stað frávikshegðunar. Leitast var eftir því að svörin myndu nálgast normaldreifingu og frávik frá eðlilegri hegðun myndu koma fram sem öfgagildi á samfellu. Einnig var leitast eftir að réttmæta þætti í nýjum matskvarða með því að sýna fram á tengingu við hliðstæða þætti í einkennalista Conners. Atriði listans voru 97 talsins og barst svörun frá 217 mæðrum barna á aldrinum sex til 12 ára. Skoðuð var dreifing staðhæfinganna, próffræðilegir eiginleikar metnir og meginásaþáttagreining framkvæmd annars vegar fyrir heild úrtaksins, aldursbilið sex til átta ára og síðan níu til 12 ára. Niðurstöður sýndu að hugsmíðarnar mynduðu undirþætti innbyrðis og hægt var að sýna fram á fylgni milli frumsömdu atriðanna og atriða úr einkennalista sem sýnir að hægt sé að notast við jákvætt orðaðar staðhæfingar til að meta hegðunarraskanir í stað neikvæðra Áreiðanleiki þátta var ekki í öllum tilvikum viðunandi. Einnig var dreifing atriða og heildartalna almennt neikvætt skekkt, en þó voru atriði sem nálguðust normaldreifingu sem gefur til kynna að gott væri að halda áfram með þá þróun að búa til mælitæki sem metur hegðunarraskarnir á samfellu.

Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna og Anna.pdf810.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna