is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14077

Titill: 
  • Stærðfræði í nútíma samfélagi : spjaldtölvur og stærðfræðinám leikskólabarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn sem unnin var í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og gagna aflað með myndbandsupptökum, skriflegum gögnum og óformlegum viðtölum veturinn 2011 til 2012. Þátttakendur voru auk mín, hópstjóri verkefnisins og sex leikskólabörn sem höfðu lært að nota spjaldtölvur.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingatækni nýtist ungum börnum við stærðfræðinám. Sjónum var beint að félagslegum samskiptum barnanna, áhuga þeirra og virkni og þeim aðferðum sem börnin beittu við að leysa stærðfræðiverkefni.
    Fræðilegt samhengi rannsóknarinnar byggir á hugmyndum Vygotsky um nám og leik barna, félagsleg samskipti og hlutverk hins fullorðna í námi þeirra. Þá er fjallað um upplýsingatækni og hvernig hún nýtist börnum til náms. Að auki er gerð grein fyrir þeim stærðfræðihugtökum sem börn takast á við í tölvuleikjum og fjallað um hvernig stærðfræðiskilningur ungra barna þróast.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mikil félagsleg samskipti fara fram milli barna þegar unnið er í spjaldtölvum við að leysa stærðfræðileg viðfangsefni. Þá voru börnin almennt áhugasöm, námfús og virk þann tíma er þau unnu í spjaldtölvunum og voru auk þess dugleg við að aðstoða hvert annað við lausnir á dæmum og við tæknileg atriði. Rannsóknin hefur opnað augu mín fyrir því hve spjaldtölvur geta verið öflugt verkfæri til leiks og náms með ungum börnum. Niðurstöðurnar sýna að með hjálp upplýsinga¬tækni getur stærðfræði orðið að skemmtilegum leik sem stuðlar að þekkingarleit barna og skapar þannig öflugt námssamfélag.
    Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst í leikskólum og stuðli að notkun upplýsingatækni í leik og námi með ungum börnum. Jafnframt að þær beini sjónum að mikilvægi þess að við val á kennslu-forritum sé haft í huga að þau henti þroska barna, veki áhuga þeirra og hvetji til náms.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper will discuss a study that was carried out in a preschool in Reykjavík. The study’s investigative technique was qualitative and data was obtained through video recordings, written data and informal interviews during the winter of 2011–2012. In addition to myself, and the group leader, participants were six preschool children who had learned to use iPads.
    The goal of the study was to examine how information technology can be of use to young children when learning mathematics. The social interactions of the children were studied, including their interest, activeness and the methods they used to solve mathematical problems.
    The theoretical context of the study is based on Vygotsky’s theories about children’s education and play, social relations and the role of adults in their education. This paper will also discuss IT and how it can be of use to children in their studies. In addition, the paper will discuss how young children’s mathematical understanding develops.
    The main conclusion of the study is that there was considerable social interaction between the children when they used iPads to solve mathematical tasks. Moreover, the children were generally interested, eager to learn, active and very helpful to each other in solving mathematical problems and technical issues. The study has opened my eyes as to how powerful tools iPads can be in young children’s play and education. The results show that with the help of IT, mathematics can become an entertaining pastime that encourages children to seek more knowledge, thus creating a dynamic educational community.
    I hope that the results of the study will be of use to preschools and encourage the use of IT in play and education for young children. Furthermore, that the results will have the effect of ensuring that when selecting teaching software it is appropriate to the age of the children awakens their interest and encourages them to learn more.

Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
210282_M.Ed.pdf768.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna