EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1408

Title
is

Gengisfyrirkomulag á Íslandi

Abstract
is

Markmið þessa verkefnis er að kanna þá möguleika sem Ísland hefur í gengismálum og leitast verður við að svara spurningunni, hver sé heppilegasta peningamálastefna fyrir Ísland.
Þensla hefur einkennt íslenskt efnahagslíf sem hefur leitt til óvissu og óstöðugleika á gengi krónunnar. Stóriðjuframkvæmdir hafa sett sitt mark á því að þrýsta genginu upp, ásamt útgáfu erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum. Hátt gengi krónunnar hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir þar sem verð er mjög hátt hér á landi en innflutningurinn hefur aukist til muna á móti.
Svar mitt við spurningunni hvaða peningamálastefna sé heppilegust fyrir Ísland er aðild að EMU og upptaka evru. Staða Íslands í dag er ásættanleg eins og er, því liggi kannski ekki lífið á að ganga í sambandið. Óæskilegt sé þó að bíða of lengi með að hefja aðildarviðræður þar sem krónan er óstöðug og óvissa ríkir á markaðnum.
Kostir aðildar að EMU eru þó nokkrir og má þar helst nefna að gengiskostnaður minnkar, vextir lækka og gengisáhætta yrði engin á milli aðildarríkja EMU. Afleiðingarnar sæjust í aukinni samkeppni og lægra vöruverði sem myndi skila sér í hagsbót fyrir neytandann. Viðskipti milli evru landa og verðsamanburður auðveldast til muna. Helsti ávinningur fyrir íslenska hagkerfið væri þó aukinn stöðugleiki og lægri vextir sem laða að sér erlenda fjárfesta ásamt erlendri samkeppni. Minni óvissa leiðir að sér öflugra og stöðugra þjóðfélag sem er eftirsóknarvert að búa og fjárfesta í.
Fimm lykilorð
Króna, evra, peningamálastefna, fastgengisstefna, flotgengisstefna.

Comments
is

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Accepted
01/01/2006


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
gengisfyrirkomulag.pdf561KBMembers Gengisfyrirkomulag á Íslandi - heild PDF  
gengisfyrirkomulag_e.pdf148KBOpen Gengisfyrirkomulag á Íslandi - efnisyfirlit PDF View/Open
gengisfyrirkomulag_h.pdf128KBOpen Gengisfyrirkomulag á Íslandi - heimildaskrá PDF View/Open
gengisfyrirkomulag_u.pdf117KBOpen Gengisfyrirkomulag á Íslandi - útdráttur PDF View/Open