is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14086

Titill: 
  • Ábyrgð fjölmiðlamanna á ærumeiðandi efni með sérstakri hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu
  • Titill er á ensku Journalist’s responsibility for defamatory material with particular reference to the case law of the European Court
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Almennt er tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna talið nauðsynlegt hverju lýðræðisþjóðfélagi. Rétturinn til að tjá hug sinn nýtur stjórnarskrárverndar á Íslandi en einskorðast ekki við tiltekinna stétt manna. Vegna þess að rétturinn gegnir lýðræðislegum og þjóðfélagslegum hagsmunum nýtur rétturinn til frjálsrar fjölmiðlunar einnig ríkrar verndar og leiðir af rétti allra manna. Stjórnarskráin heimilar þó löggjafanum að takmarka með lögum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þennan rétt í því skyni að vernda aðra engu síðri hagsmuni þar á meðal réttindi og mannorð annarra.
    Æra manna fellur undir mannorð þeirra og hefur notið réttar- og refsiverndar frá fyrstu tíð. Í raun hefur æra manna notið sérstakrar verndar að lögum lengur en sjálft tjáningarfrelsið sem fjölmiðlar síðan vaxa og dafna í. Í ritgerðinni leitast höfundur við að gera grein fyrir helstu álitaefnum í tengslum við ábyrgð fjölmiðlamanna á ærumeiðandi efni í ljósi þeirrar fjölgunar sem orðið hefur í meiðyrðamálum á hendur þeim og þá sérstaklega hver ábyrgð viðmælanda, blaðamanna, ritstjóra og útgefanda er og hvernig henni er við komið.
    Leitast var við að greina helstu álitaefni og sjónarmið sem íslenskir dómstólar byggja á við úrlausn meiðyrðamála. Ekki verður annað ráðið af þeirri yfirferð en að íslenskir fjölmiðlamenn njóti frelsis þegar þeir fjalla um þjóðfélagsmál sem varða almenning. Þegar höfð er hliðsjón af dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu má þó glöggt sjá að íslenskir dómstólar hafa ekki fylgt dómstólnum að málum í öllu. Má þar helst nefna sjónarmið mannréttindadómstólsins um útbreiðslu ummæla, góða trú fjölmiðlamanna og ábyrgð á ummælum viðmælanda.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2014
Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SunnaMaria_ML_Ritgerð_Lokaeintak.pdf815.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna