is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14091

Titill: 
  • Vagnavaktin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með auknum bílafjölda á götum borgarinnar hefur farþegum strætisvagna fjölgað til muna. Notendur hafa til þessa stuðst við heimasíðu Strætó þar sem hægt er að stimpla inn staðsetningu og áfangastað. Þessi lausn hentar vel borð- og fartölvum en kemur illa út í vöfrum snjallsíma.
    Verkefnið snýst um að útfæra forrit fyrir snjallsíma sem nýtir sér kosti þeirra til þess að finna út staðsetningu notandans og staðsetningu strætisvagnsins. Með þeirri tækni getur notandinn tekið upp símann hvar sem hann er staddur og stimplað inn hvert hann vill fara. Með forritinu getur notandi fundið hentugustu leið frá einum stað til annars með strætisvögnum og forritið auðveldar þar að auki notandandum að komast á rétta biðstöð á réttum tíma. Hægt er að fylgjast náið með ferðum strætisvagnanna og þannig má tímasetja ferðalagið betur og útrýma þeirri óvissu sem oft plagar farþega strætisvagna á Íslandi. Notendur geta séð nákvæmlega hversu langt er í næsta strætisvagn og þurfa því ekki að velta fyrir sér hvort strætisvagninn sé ókominn eða nýfarinn.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var unnið í samstarfi við Advania
Athugasemdir: 
  • Þetta er lokaskýrsla verkefnisins en hún er ein af
    9 skjölum, sem skilað var vegna verkefnisins. Þau er hægt
    að nálgast á CD-diski á bókasafni Háskólans í Reykjavík.
Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskýrsla.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna