is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14120

Titill: 
  • Körfuboltabúðin : viðskiptaáætlun
  • Titill er á ensku Basketball Store : business Plan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðar þessar er að fjalla um hvort rekstur sérvöruverslunar með körfuknattleiksvörur er áhugaverður og arðbær kostur. Til þess að svara þessari spurningu var gerð viðskiptaáætlun. Unnin var fræðileg úttekt á því hvað viðskiptaáætlun, sérvöruverslun, stjórnun viðskiptatengsla, samkeppnisgreining og áhættugreining og þessi tól síðan notuð í sjálfri viðskiptaáætluninni. Framkvæmd var skrifborðsrannsókn og lítil vettvangsrannsókn þar sem markaðurinn var skoðaður og reynt að glöggva sig á því hvort möguleiki væri að hefja rekstur körfuboltabúðar.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að Körfuboltabúðin væri áhugaverður kostur að því leyti til að það er bil á markaðnum sem ekki væri verið að sinna. Körfuboltabúðin væri eina búðin sem stílaði inn á markhópinn körfuboltaaðdáendur og myndi geta boðið upp á vörur sem ekki hafa fengist hér á Íslandi. Arðbærni körfuboltabúðarinnar var aftur á móti mun erfiðari spurning þar sem skýrsluhöfundur hafði úr takmörkuðum upplýsingum að vinna. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir getur búðin skilað hagnaði en það var þó mat skýrsluhöfundar að gera þyrfti frekari rannsóknir til að staðfesta þessa útreikninga.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2016
Samþykkt: 
  • 7.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-loka.pdf931.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna