is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14153

Titill: 
  • Vefskráningarstöð fyrir rafræn skilríki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auðkenni ehf. og Síminn í samstarfi við tvo banka hafa verið með tilraunaverkefni í gangi um rafræn skilríki í farsímum. Í þessu tilraunaverkefni var sannreynt að hægt væri að koma rafrænum skilríkjum í farsíma og geyma þau þar með öruggum hætti. Skilríki í farsíma má svo nota til auðkenningar inn í netbanka og rafræna þjónustu opinberra aðila auk rafrænnar undirritunar á skjölum.
    Í tilraunaverkefninu óskar notandi eftir að fá rafræn skilríki í símann sinn. Síminn sendir honum rafrænt skjal í netbanka með virkjunarkóða. Virkjunarkóði er einskonar einskiptis lykilorð og sýnir fram á að notandi hafi aðgang að netbanka handhafa símans og hann einn hafi yfirráð yfir virkjunarkóðanum.
    Notandi mætir því næst með persónuskilríki svo sem vegabréf og virkjunarkóðann til skráningar-fulltrúa hjá Símanum. Skráningarfulltrúi sannreynir persónuskilríki notanda og skannar inn í gagnagrunn. Notandi undirritar áskriftarsamning um rafræn skilríki og fer loks í gegnum skráningarferli rafrænna skilríkja í símanum sínum.
    Skráningarfulltrúi er einn mikilvægasti hlekkur í útgáfu rafrænna skilríkja en hann á að tryggja að skilríki séu afhent til réttra aðila og að rangur aðili geti ekki fengið útgefin skilríki annars manns.
    Verkefni þetta sem unnið er fyrir Auðkenni ehf. í samstarfi við Símann, gengur út á að útbúa vefskráningarstöð á netinu sem kemur í stað skráningarfulltrúa og gefur notendum kost á að auðkenna sig til sjálfsafgreiðslu á rafrænum skilríkum í síma sinn. Skráningarstöðin sparar því umtalsverðan kostnað og fyrirhöfn, þar sem ekki þarf sérstakan skráningarfulltrúa og notendur nota netið hvar og hvenær sem er til að sækja um skilríki og afgreiða sig sjálfir.
    Ein helsta gagnrýni sem komið hefur fram á rafræn skilríki á plastkortum, er að notandi þurfi að hafa kortalesara tengdan við tölvu og hugbúnað uppsettan á henni, til að getað notað skilríkin til auðkenningar eða undirskriftar. Með því að innleiða skilríkin í síma er hægt að nota símann sem auðkenningartæki án þess að þurfa annan búnað. Notandi sem ætlar að auðkenna sig, svo sem í netbanka, fær boð í símann sinn og getur þá auðkennt sig í símtækinu með PIN kóða og opnast þá fyrir aðgang að netbankanum. Ekki skiptir máli hvort notandi er að nota netbankann í vafra símtækisins eða í öðru tæki en af þessu hlýst umtalsvert hagræði fyrir notandann.

Athugasemdir: 
  • Heildartexti lokaskýrslu. Prentuð útgáfa og öll fylgiskjöl á CD eru varðveitt í bókasafni HR.
Samþykkt: 
  • 13.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vefskráningarstöð - Lokaskýrsla.pdf2.66 MBOpinnPDFSkoða/Opna