is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14169

Titill: 
  • Málsýni þriggja til fimm ára barna. Orðtíðni, meðallengd segða og ýmis málfræðiatriði
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þekking á málþroska barna hefur aukist á síðustu áratugum en nú er vitað að góður málþroski er nauðsynleg undirstaða lestrarnáms. Þekking á virkum orðaforða þriggja til fimm ára barna hér á landi hefur verið af skornum skammti og þessari rannsókn er ætlað að bæta úr því. Ýmis atriði eru skoðuð í máli barnanna og má þar helst nefna orðtíðni, meðallengd segða, fjölda mismunandi orða, málfræðivillur og allnokkur málfræðiatriði. Kynjamunur er jafnframt skoðaður hvað varðar meðallengd segða, fjölda mismunandi orða og heildarfjölda orða og bendir hann til þess að stúlkur séu drengjum fremri í upphafi en svo jafnist munurinn. Þátttakendur eru 50 íslensk leikskólabörn, eintyngd og ekki með greinda málþroskaröskun. 80 málsýni af tali þeirra voru notuð til úrvinnslu. Málsýnum var skipt á fjögur aldursbil (3;0–3;6 / 3;6–4;0 / 4;0–4;6 / 4;6–5;0 ára) til að gera samanburð eftir aldri mögulegan. Tíðni– og mörkunarforrit voru notuð við úrvinnslu.
    Helstu niðurstöður eru þær að meðallengd segða fer úr rúmum þremur orðum við þriggja ára aldur upp í tæp fimm orð við fimm ára aldur. Fjöldi mismunandi orða hækkar einnig með aldrinum úr 82 orðum við þriggja ára aldur upp í 130 orð við fimm ára aldur. Málfræðivillur eru hlutfallslega sjaldgæfar í máli barnanna en þær eru algengastar á aldrinum 3;6–4;0 ára (3% allra orða) og fækkar þeim umtalsvert við 4;6–5;0 ára aldur (1,4% allra orða). Orðflokkanotkun barnanna breytist lítið á umræddum aldursbilum og eru sagnir hlutfallslega mest notaðar allra orðflokka. Breytingar innan tiltekinna málfræðiatriða eru sýnilegar í sumum flokkum en öðrum ekki, þau atriði sem sýna ákveðna þróun eru stigvaxandi notkun þátíðar (fer úr 14% í 23%) og fallbeyging nafnorða sem breytist á þá leið að hlutfall þolfalls eykst úr 35% við þriggja ára aldur í 40% við fimm ára aldur og hlutfall nefnifalls lækkar að sama skapi. Niðurstöðurnar hafa gildi fyrir alla þá sem vinna með og rannsaka málþroska íslenskra barna. Þær gefa nýjar upplýsingar um þann orðaforða sem þriggja til fimm ára börn nota í sjálfsprottnu tali og þau viðmið sem hér koma fram geta hjálpað talmeinafræðingum í greiningu barna með málþroskafrávik, mælingum á framförum í meðferð og skipulagningu íhlutunar.

Samþykkt: 
  • 18.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
álfhildurlokaskjal.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna