is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14190

Titill: 
  • Rannsóknir á sviði sérþarfa og fötlunar barna á Íslandi 1970-2002
Útgáfa: 
  • 2004
Útdráttur: 
  • Svara er leitað við spurningum um þróun rannsóknar á sviði sérþarfa og fötlunar barna á Íslandi og stuðst við greiningu á öllum tiltækum rannsóknum á sviðinu á rúmlega þrjátíu ára tímabili. Afmörkun viðfangsefnisins er fræðilega vandasöm en miðað við gefnar forsendur eru rannsókna á sviðinu tæplega 90 og skiptast gróflega í tvo flokka: þær sem unnar eru af klínískum
    fræðimönnum og þeim sem unnar eru af fræðimönnum á sviði menntamála. Þessi skipting helst að miklu leyti í hendur við viðfangsefni rannsóknanna, kenningarlega og aðferðafræðilega nálgun og stofnanatengsl rannsakenda. Þannig velja klínískir fræðimenn, sem starfa flestir við stofnanir á sviði heilbrigðis- og félagsmála eða við Sálfræðiskor Háskóla Íslands, oft rannsóknarefni sem tengjast röskunum barna og unglinga til að rannsaka röskunina sem slíka, afleiðingar hennar og mögulegt mat, meðferð eða fyrirbyggingu og beita til þess megindlegum aðferðum byggðum á vissuhyggju. Fræðimenn á sviði menntamála, sem flestir starfa í háskólum sem mennta kennara, Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, velja fremur efni á sviði heildtæks skólastarfs þar sem viðfangsefni eru skoðuð í menntunarlegu samhengi og beita til þess eigindlegum aðferðum byggðum á túlkunarfræði. Sáralítið samstarf er um rannsóknir með fræðimönnum í þessum tveimur flokkum vegna ólíkra kenningalegra sjónarmiða og veikrar stofnanatengsla á sviði rannsókna. Komist er að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á sviðinu hér á landi séu að minnsta kosti 20 árum á eftir ámóta rannsóknum í nágrannalöndum. Hvatt er til aukinnar stofnanabindingar rannsóknarstarfs hér á landi, eflingar rannsóknarvirkni þeirra sem starfa að menntamálum og aukinnar þverfaglegrar samvinnu á milli stofnana. Í þeirri samvinnu þarf að vera samkomulag um að rannsóknir á börnum með fötlun og víxlverkan þeirra við umhverfi sitt geti ekki byggst á forsendum vissuhyggju um sannleika og hlutlægni heldur þurfi þær að taka mið af kenningum sem gera ráð fyrir því að félagsleg fyrirbæri ráðist í samhengi sínu.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2004; 1: s. 63-70
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 19.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
5_gretar1.pdf293.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna