is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1423

Titill: 
  • Afbrot unglinga : orsakir, úrræði og meðferð mála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er mál manna í þjóðfélaginu að neysla fíkniefna meðal ungmenna hafi aukist. Einnig
    hefur sá orðrómur verið á kreiki að á Akureyri hafi neysla fíkniefna meðal unglinga aukist til
    muna og að afbrot því tengdu hafi fylgt í kjölfarið. Forvitnilegt er að vita hverjir það eru sem
    leiðast út í afbrot og af hverju. Hvort þetta fólk á eitthvað sameiginlegt, og hvað hefur áhrif á
    það að í upphafi leiðist fólk út á þessa braut í lífinu.
    Verkefni þetta fjallar um afbrot ósjálfráða unglinga og það hvernig tekið er á slíkum málum.
    Skoðað er hvernig lögin eru varðandi meðferð slíkra mála, hvaða meðferðarúrræði eru í boði
    fyrir þessa einstaklinga og lítillega fjallað um meðferðarheimili fyrir ungmenni sem staðsett
    eru víða um land.
    Skoðaðar eru kenningar innan afbrotafræðinnar svo og rannsóknir sem gerðar hafa verið
    varðandi þennan málflokk. Í verkefninu er kafli sem fjallar um fíkniefnaneyslu og afbrot
    unglinga á Akureyri. Þar er skoðað hvernig tekið er á þeirra málum, hvort það samræmist
    þeim lögum og reglum sem settar hafa verið um þessi mál og meðferð mála rakin. Tekið er
    viðtal við félagsráðgjafa hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar í þeim tilgangi að varpa ljósi á
    stöðu mála í bænum varðandi fíkniefnineyslu og afbrot unglinga. Skoðað er hvaða hlutverk
    starfsmenn barnaverndarnefndar þar í bæ hafa þegar slík mál koma upp og hvernig meðferð
    slíkra mála er.
    Tekin eru viðtöl við unglingsstúlkur sem dveljast að meðferðarheimilinu Laugalandi í
    Eyjafjarðarsveit og fanga í fangelsinu á Akureyri með langan og mikinn afbrotaferil að baki.
    Tilgangurinn með viðtölunum var m.a. að skoða hvort ástæður þess að þessir einstaklingar
    leiddust út í fíkniefni og afbrot megi á einhvern hátt tengja við þær kenningar og rannsóknir
    sem fjallað er um.
    Heimilda var aflað með hefðbundnum hætti, með því að glugga í bækur, skýrslur, tímarit og
    vefsíður til að fá sem besta mynd af því hvernig staðið er að málum afbrotaunglinga á Íslandi
    og kynnast þeim kenningum sem settar hafa verið fram um afbrotahegðun.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðin.pdf1.02 MBOpinnAfbrot unglinga - heildPDFSkoða/Opna