is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14277

Titill: 
  • Skylda til sáttameðferðar í umgengnismálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá því að hjúskaparlög nr. 60/1972 tóku gildi hafa verið til staðar reglur um umgengnisrétt í íslenskri löggjöf. Þá þegar var sú meginregla höfð að leiðarljósi að foreldrar skyldu reyna að ná samkomulagi um umgengni. Árið 2001 var gerð breyting á þágildandi barnalögum nr. 20/1992 með lögum nr. 18/2001. Breytingin fólst í því að sýslumönnum var gert skylt að bjóða aðilum umgengnismála sérfræðiráðgjöf, með það fyrir augum að leysa málið með sátt, sbr. 37. gr. a. Við heildarendurskoðun barnalaga árið 2003 mátti svo finna efnislega samhljóma ákvæði um sáttaumleitan í 33. gr. laga nr. 76/2003.
    Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (hér eftir nefndur barnasáttmálinn) var fullgiltur hér á landi árið 1992 og hefur hann sett mark sitt á lagasmíði í barnarétti allar götur síðan. Ein af grundvallarreglum samningsins er reglan um að það sem barni sé fyrir bestu skuli alltaf hafa í forgrunni þegar ákvarðanir eru teknar sem varða börn. Þessi meginregla setti mark sitt á lög nr. 61/2012 sem breyttu lögum nr. 76/2003 (hér eftir nefnd barnalög). Með breytingalögunum er foreldrum gert skylt að leita sátta áður en þau geta krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni enda kemur fram í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 61/2012 að hagsmunum barns sé almennt best borgið ef foreldrar þess ná að semja um umgengnina.
    Í þessari ritgerð verður 12. gr. breytingalaganna nr. 61/2012, sem fjallar um skylduna til sáttameðferðar, tekin sérstaklega til skoðunar. Í upphafi verður farið yfir hvernig ferlið við ákvörðun á umgengni hefur gengið fyrir sig og verður athugað hvernig sáttaumleitan hefur verið háttað. Skoðað verður að hvaða marki barn fær að láta skoðanir sínar í ljós í málum sem það varðar og hvernig það fléttast inn í sáttameðferðina. Farið verður ofan í saumana á framkvæmd sáttameðferðar eins og henni er ætlað að ganga fyrir sig, eftir að ný barnalög tóku gildi hinn 1. janúar síðastliðinn, og leitast við að kanna hvort að sú skylda sem lögð er á foreldra með lögunum, til að undirgangast sáttameðferð sé barninu ávallt fyrir bestu. Að lokum verður fjallað um reglur norræns réttar er varðar sáttameðferð í umgengnismálum.

Samþykkt: 
  • 8.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viktoría Guðmundsdóttir.pdf280.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna