is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14323

Titill: 
  • Þróun í málaflokki fatlaðs fólks á Íslandi: Lög, viðhorf og þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fatlað fólk hefur frá upphafi þurft að berjast fyrir sambærilegum réttindum og almenningur í samfélaginu. Hérlendis urðu miklar breytingar upp úr 1970 þegar aðstandendur þroskahefts fólks fór af alvöru að vekja athygli á óviðunandi aðstæðum þess og réttindaleysi. Á næstu árum og áratugum urðu margar jákvæðar breytingar á högum fatlaðs fólks. Í þessari heimildaritgerð er fjallað um fræðileg sjónarhorn á fötlun, alþjóðleg greiningarkerfi og þróun löggjafar í málaflokknum. Enn fremur eru skoðuð hlutverk félagsráðgjafa sem starfa með fötluðum einstaklingum, hvernig þjónustuhlutverk við fatlað fólk eru uppfyllt hjá sveitarfélögum, helstu þjónustustofnunum ríkisins og frjálsum félagasamtökum.
    Niðurstaða mín er að mjög margar jákvæðar breytingar hafa orðið á Íslandi og á alþjóðavettvangi síðustu áratugi samhliða almennri þróun í velferðarmálum, sérstaklega á Norður- og Vesturlöndum. Sífellt þarf þó að standa vörð um mannréttindi fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er gott dæmi um það en aðal markmið hans er að ná fram jafnrétti varðandi þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu til jafns við aðra þegna þess ásamt viðhorfsbreytingum í garð fatlaðra (Sameinuðu þjóðirnar, e.d.). Sífellt koma upp ný málefni eða aðstæður sem finna þarf farsælar lausnir á. Viðhorf og þjónustuúrræði þurfa að fylgja þróun á viðhorfum og aukinni þekkingu á alþjóðavettvangi.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freyja Pálína Jónatansdóttir-læst.pdf626.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna